Dagur Norðurlanda haldinn hátíðlegur heima fyrir

Nokkur ráð til að halda Dag Norðurlanda hátíðlegan

Hefð hefur skapast fyrir því að Norrænu félögin alls staðar á Norðurlöndunum halda Dag Norðurlanda, 23. mars hátíðlegan, draga fána að húni og hvetja sveitarfélög til að flagga fánum Norðurlanda.
Aðstæður í dag kalla á óhefðbundin hátíðarhöld og viljum við hvetja alla til að halda uppá daginn heimafyrir.

Norrænt matarboð
Matarboð þurfa ekki endilega að vera fyrir marga. Því ekki að undirbúa norrænt boð fyrir sig og sína, taka fram sparistellið og dúka fallega upp.
Á heimasíðu Norrænu bókmenntavikunnar er að finna skemmtilegar uppskriftir að norrænum mat
https://www.nordisklitteratur.org/…/…/sv_nordiska_recept.pdf

Þeir sem vilja reyna við aðeins flóknari uppskriftir ættu að skoða uppskriftarvefinn tasteline.com

Norræn tónlist á netinu

Þó að búið sé að blása Eurovision af þá er engin ástæða til að lögin sem búið var að velja gleymist. Við mælum að sjálfsögðu með að hlusta á framlög Norðurlanda í Eurovision 2020. Lögin og myndbönd við þau má nálgast á
https://eurovisionworld.com/eurovision/songs-videos en hér er hlekkur á myndband með Daða og gagnamagninu. Aðrir fulltrúar eru;
Danmörk; Ben & Tan
Finnland; Aksel Kankaanranta
Noregur; Ulrikke Brandstorp
Svíþjóð; The Mamas

Fyrir börnin

Á vef Norrænu bókmenntavikunnar er að finna fána Norðurlandanna sem hægt er að hlaða niður og prenta út eða nota þá sem fyrirmynd til að teikna.

Þá er norræni skólavefurinn Norden i skolen fullur af góðum hugmyndum að afþreyingu skólabarna sem nú þurfa oftar en ekki að vera heima fyrir. Við bendum þeim kennurum sem ekki hafa skráð skólabekk sinn að gera það og fá þannig aðgang að öllu efni þess aldurshóps.

Norrænt á netinu, mælum með

Á vef Norræna hússins má finna streymi frá hinum ýmsu viðburðum sem hafa verið haldnir nýlega. Við mælum svo sannarlega með þessu. Þá er á vef ruv.is að finna norrænar þáttaraðir sem eru frábærar til að stytta okkur stundir.

Svo má ekki gleyma að hafa gaman og þá er tilvalið að rifja upp disco danssporin með finnanum Åke Blomqvist eða frjálsa aðferð með svíanum Leroy

Svo má ekki gleyma að tala saman því annars gæti farið fyrir okkur eins og dönunum ógleymanlegu (sem reyndar eru norðmenn að gera grín að dönsku)

Góða skemmtun!