Sænskunámskeið hefst 17.febrúar

Grunnnámskeið í sænsku verður haldið á vegum Norræna félagsins og hefst mánudaginn 17.febrúar. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu.

Kennt verður á mánudögum kl. 17:00-18:30 og er námskeiðið alls fimm skipti. Kennslan fer fram í húsakynnum Norræna félagsins á Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Kennari er Adolf Hólm Petersen.

Skráning fer fram á netfanginu norden@norden.is eða í síma 551-0165. Námskeiðið er ætlað félagsmönnum Norræna félagsins sem greiða 11.500 krónur í þátttökugjald auk 3.500 króna félagsgjalds.