Umhverfismál í öndvegi hjá ungu fólki á Norðurlöndunum

Ungmennaráð Norðurlandaráðs hélt þing í október síðastliðnum í Stokkhólmi. Þar komu saman um 70 ungliðar frá öllum Norðurlöndunum. Mikið var um líflegar umræður og rökræður. Þar voru afgreiddar ályktanir um ýmis málefni. Af þeim 27 ályktunum sem bornar voru upp á þinginu voru 19 samþykktar. Augljóst var að umhverfismál eru í öndvegi hjá ungu fólki og hafa verið síðustu ár. Seinni dag þingsins skipaði hver flokkahópur fulltrúa sinn í forsætisnefnd. Þá fóru einnig fram formannskosningar, en Nicholas Kujala frá Finnlandi var kjörinn. Í forsætisnefndinni sitja brátt þrjár íslenskar konur, Margrét Steinunn fyrir hönd FNSU og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir fyrir hönd SUN. Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir bætist svo í hópinn fyrir næsta fund, en hún var varamaður FNUF. 

Á fundi forsætisnefndar UNR sem haldinn var í Kaupmannahöfn síðast liðna helgi var Jana Salóme kosinn varaforseti. Fjármál UNR voru rædd, en komandi þing á Íslandi verður mjög kostnaðarsamt fyrir stjórnina vegna ferðakostnaðar. Einnig héldu fulltrúar UNR á fundi í nefndum Norðurlandaráðs og töluðu fyrir málefnum ungs fólks á Norðurlöndunum.