Ný stjórn Ungmennadeildar Norræna félagsins

Ungmennadeild Norræna félagsins, Ung norræn hélt aðalfund í gærkvöldi. Ný stjórn var kjörin og skipa hana þau Viktor Lorange, forseti, Eva Brá Önnudóttir, varaforseti, Geir Finnsson, gjaldkeri, Geir Zoëga, viðburðastjóri, Benedikt Bjarnason, alþjóðafulltrúi.

Ung norræn er fyrir ungt fólk 18-30 ára og opin öllum þeim sem áhuga hafa á alþjóðlegu samstarfi með áherslu á norrænt samstarf og norræn gildi. Aðild að félaginu er gjaldfrjáls. Hægt er að skrá sig með því að smella hér.