Ungmennastarf

Innan Norræna félagsins fer fram ýmis starfsemi fyrir og með þátttöku barna og ungmenna.

Ungmennadeild Norræna félagsins, Ung norræn

Í Ung norræn eru allir félagsmenn Norræna félagsins á aldrinum 15-30 ára, óháð búsetu og aðild að öðrum félagsdeildum. Starfsemin fer að mestu fram í Reykjavík.

Meðal þess sem gert hefur verið eru bíókvöld, matarkvöld, fjallgöngur, kaffihúsafundir og spilakvöld.

Ung norræn er aðili að Sambandi ungmennadeilda Norrænu félaganna, FNUF.

Ung norræn heldur úti Facebook síðu (https://www.facebook.com/ungnorraen). Hægt er að hafa samband með tölvupósti til unf@norden.is

Hægt er að skrá sig í Ung norræn: hér

Aðild að Ung norræn er ókeypis.

Stjórn Ungmennadeildar Norræna félagsins, Ung norræn er skipuð

Viktor Ingi Lorange, forseti

Aðrir i stjórn eru:

Eva Brá Önnudóttir, varaforseti,

Geir Finnsson, gjaldkeri,

Geir Zoëga, viðburðastjóri,

Benedikt Bjarnason, alþjóðafulltrúi.