Ungmennastarf

Innan Norræna félagsins fer fram ýmis starfsemi fyrir og með þátttöku barna og ungmenna.

Ungmennadeild Norræna félagsins (UNF)

Í Ungmennadeild Norræna félagsins á Íslandi (UNF) eru allir félagsmenn Norræna félagsins á aldrinum 15-30 ára, óháð búsetu og aðild að öðrum félagsdeildum. Starfsemin fer að mestu fram í Reykjavík.

Meðal þess sem gert hefur verið eru bíókvöld, matarkvöld, fjallgöngur, kaffihúsafundir og spilakvöld.

UNF er aðili að Sambandi ungmennadeilda Norrænu félaganna, FNUF.

UNF heldur úti Facebook síðu (www.facebook.com/ungnorfel). Hægt er að hafa samband með tölvupósti til unf@norden.is

Hægt er að skrá sig í ungmennadeild Norræna félagsins: hér

Aðild að UNF er ókeypis.

Formaður Ungmennadeildar Norræna félagsins er Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir .

Aðrir i stjórn eru:

Ívar Gautason

Gerður Gautadóttir

Þorvaldur Gautsson