Bogi Ágústsson nýr formaður Norræna félagsins

Bogi Ágústsson var einróma kjörinn nýr formaður Norræna félagsins á sambandsþingi félagsins, helgina 7.-8. nóvember.  Sambandsþingið fór fram í Sveitafélaginu Ölfusi og Hveragerði.
Bogi tekur við formennsku af Ragnheiði H. Þórarinsdóttur sem gegnt hefur embætti formanns í sex ár. Bogi gegndi áður embætti varaformanns Norræna félagsins. 

Í nýrri stjórn Norræna félagsins sitja til næstu tveggja ára auk Boga þau: Kristján Sveinsson Reykjavík, varaformaður, Birna Bjarnadóttir Kópavogi, gjaldkeri, Jóngeir Hlinason Vogum, ritari, Birgit Schov Akureyri, Erna Sveinbjarnardóttir Garði, Hjördís Hjartardóttir Akranesi og Viðar Már Aðalsteinsson Reykjanesbæ. 

Í varastjórn eru Hilmar Ingólfsson Garðabæ, Sigríður Stefánsdóttir Skagaströnd, Sigurður Jónsson Sveitarfélaginu Ölfus, Sigurlín Sveinbjarnardóttir Garðabæ, Þórhildur Pálsdóttir Stykkishólmi, Þorlákur Helgason Selfossi og Þorvaldur S. Þorvaldsson Reykjavík. 

Formaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri er Birgit Schov
Formaður Vinabæjarnefndar er Sigurður Jónsson
Formaður Menningamálanefndar er Þórhildur Líndal
Formaður Skólanefndar er Þorlákur Helgason
Formaður Ritnefndar er Jóngeir Hlinason
Formaður Fjárhagsnefndar er Ragnheiður H. Þórarinsdóttir

Nýkjörin sambandsstjórn Norræna félagsins, ásamt framkvæmdastjóra félagsins.
Nýkjörin sambandsstjórn Norræna félagsins, ásamt framkvæmdastjóra félagsins.