
Þórarinn Eldjárn rithöfundur flutti Margréti Þórhildi Danadrottningu frumsamda drápu, „Margrétarlof“, við hátíðlega dagskrá í Amalíuborgarhöll í maí síðastliðnum.
Þórarinn mun segja frá formi kvæðisins, hefðinni og að lokum flytja drápuna í dagskrá sem haldin verður í bókasafni Norræna hússins þann 28. október kl. 12 -13.
Dagskráin er í boði Norræna félagsins.