Danskt haust í Tryggvaskála

Norræna félagið á Selfossi og nágrenni býður í menningarveislu í Tryggvaskála sunnudaginn 16. október kl. 15-17. Húsið opnar klukkan 14.30 með kaffi og tilheyrandi. Í boði verður blönduð dagskrá með ljóðalestri, tónlist og vídeólist, flutta á dönsku, ensku og íslensku af:

Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni,  Önnu S. Björnsdóttur, Birgi Svan Símonarsyni, Karsten Bjarnholt, Cindy Lynn Brown, Ole Bundgaard, Jesper Dalmose, Jon Høyer, Oddi Inga Þórssyni Huldusyni, Lennox Raphael, Þorvaldi Erni Árnasyni og Ragnheiði E. Jónsdóttur og Eyþrúði Þorvaldsdóttur og Þór Stefánssyni.

Upplagt tækifæri að njóta góðrar stundar.

Menningarveislan í Tryggvaskála er hluti af listaviku sem hefst í Norræna félaginu, Óðinstorgi, þann 12. október og stendur yfir í Reykjavík og á Selfossi. Auk Norræna félagsins á Selfossi stendur Norræna félagið í Reykjavík, Norræna húsið, Danska sendiráðið á Íslandi og Rithöfundasamband Íslands að hátíðinni.

Norræna félagið á Selfossi og nágrenni.