Kosningar í Svíþjóð – opinn fundur

val2014Þingkosningar fara fram í Svíþjóð sunnudaginn 14. september. Í tilnefni þess verður efnt til hádegisfundar um kosningarnar og sænsk stjórnmál fimmtudaginn 11. september kl. 12-13:15 í Norræna húsinu.

Margrét Atladóttir, blaðamaður á Aftonbladet í Svíþjóð, flytur erindi um kosningarnar og sænsk stjórnmál. Bosse Hedberg, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, flytur ávarp.

Í kjölfar þess verður rætt um stöðuna í sænskum stjórnmálum í pallborði með áhugafólki um stjórnmál í Svíþjóð.

Þátttakendur verða:
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinambands Íslands
Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona

Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus, Norræna félagið á Íslandi, sendiráð Svíþjóðar á Íslandi og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa að fundinum.

Fundurinn verður á ensku og íslensku og er öllum opinn.

Fundarstjóri: Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri Norðurlanda í fókus á Íslandi.

Lógó: Sænska sendiráðið, Norræna félagið, Norræna húsið og AMS (hreint)

Frekari upplýsingar á vefsíðum Norræna hússins, nordice.is, Norræna félagsins, norden.is og Alþjóðamálstofnunar, ams.hi.is

Skildu eftir svar