Norræna bókasafnavikan fer fram á um tvö þúsund bókasöfnum og stofnunum á öllum Norðurlöndum 10.-16. nóvember.
Ríflega íslensk 120 almennings- og skólabókasöfn eru skráð til þátttöku.
Þema ársins er Tröll á Norður-
löndum og á dagskrá eru upplestrar, fyrirlestrar og annað sem tengist því.
Kynnið ykkur dagskrá bókasafnavikunnar á ykkar bókasafni!
Myndskreyting ársins er eftir Brian Pilkington.