Norrænn rithöfundaskóli fyrir unglinga 2016

1. – 6. ágúst fyrir ungmenni á aldrinum 15 til 18 ára

Lýðháskólinn Nordens folkhögskola á Biskops-Arnö í Svíþjóð býður ungmennum frá öllum Norðurlöndum að taka þátt í Norrænum rithöfundaskóla fyrir unglinga. Námskeiðið er ókeypis og undir handleiðslu sjö norrænna rithöfunda sem sjá til þess að vikan sé hlaðin lestri, skriftum og samræðum um texta auk nýrra kynna.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á skrifum og langar til að kynnast öðrum með sömu drauma og áhugamál. Umsóknarfrestur er til 17. apríl.

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar!