Óbeisluð orka – Grenseløs energi

medium_banner-nordic-house-rc3Fimmtudaginn 23. október kl. 13.00 – 16.00 verður ráðstefna í Norræna húsinu í Reykjavík þar sem fjallað verður um 10 ára menningarsamstarf jaðarsvæðanna Austurlands og Vesterålen í Noregi. Þar verður rakið upphaf og áherslur samstarfsins og rætt hvort það geti nýst sem fyrirmynd fyrir aðra. Einnig verður farið yfir það hvernig önnur jaðarsvæði hafa bæst í hópinn, s.s. Donegal á Írlandi. Leitast verður við að horfa á samstarfið og framtíð þess út frá norrænum áherslum, sjónarhorni listamannsins, stjórnsýslu og ekki hvað síst nútíma menningarpólítík.

Boðið verður upp á fleiri viðburði í tilefni tíu ára afmælis samstarfsins, m.a. tónleika þar sem ungir listamenn sem tekið hafa þátt í samstarfinu flytja frumsamin verk í bland við eldri, sjónlistasýningu, markaðstorg og írskt tónleikakvöld.

Skildu eftir svar