Vestnorræni dagurinn 23. september

Góðan dag!

Við í Norræna félaginu vekjum athygli á spennandi dagskrá í Norræna húsinu í tilefni Vestnorræna dagsins fimmtudaginn 23. september. Aðgangur er ókeypis.

Á umræðufundi kl. 17.00-18.00 verður varpað ljósi á samstarf vestnorrænu landanna út frá sjónarhóli Færeyja og Grænlands. Hvar liggja helstu áskoranir, tækifæri og væntingar til samstarfs landanna þriggja? Fundurinn fer fram á ensku og verður einnig í streymi. Nánari upplýsingar hér.

Hin nýja, færeyska heimildarmynd SKÁL (2021) verður sýnd kl. 18.30 að viðstöddum aðalpersónum hennar sem svara spurningum í lokin. Nánari upplýsingar hér.

Móttaka verður haldin á milli dagskrárliða kl. 18.00-18.30 í anddyri Norræna hússins með m.a. færeyskum og grænlenskum veitingum.

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að sjá dagskrána í heild sinni: