Starfsumhverfi og umgjörð norrænna fjölmiðla

Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, verður með erindi fyrir Norræna félagið í húsakynnum þess við Óðinsgötu 7 fimmtudaginn 28. apríl, kl. 17.00.

Erindi sitt kallar hún Starfsumhverfi og umgjörð norrænna fjölmiðla – og mun hún fjalla um það sem er líkt og ólíkt, stefnumótun varðandi fjölmiðla og mikilvægi þeirra í lýðræðislegri umræðu.

Allir velkomnir!

Litháen og Hvítarússland – afsláttur fyrir félagsmenn Norræna félagsins

20. – 27. júní (7 nætur)
Söguferðir hafa kolfallið fyrir Hvítarússlandi og efna til enn einnar ferðar þangað. Við hefjum ferð í hinni fögru höfuðborg Litháens, Vilníus þar sem við dveljum 2 nætur áður en haldið er til Minsk höfuðborgar Hvítarússlands. Við dveljum á góðu hóteli í miðborginni og förum í dagsferðir auk þess sem við höfum líka nægan tíma til þess að njóta þessarar fögru borgar bæði á eigin vegum sem og saman. Þetta er ferð sem svíkur engan sem hefur áhuga á ferðum inn í ævintýraheim sögu og menningar. Staðgreiðsluverð fyrir félagsmenn í Norræna félaginu er 198.500 kr. miðað gistingu í tvíbýli. 25.000 kr. aukagjald fyrir einbýli. Innifalið allar ferðir, söfn, góð hótel ásamt morgunverði og kvöldverði.

Almennt verð – 230.000 kr.
Félagsmenn í Norræna félaginu fá vildarverð – 
198.500 kr. 

Innifalið í verði:

  • Flug og flugtengd gjöld
  • Rúta í Litháen og Hvítarússlandi.
  • Allar skoðunarferðir samkvæmt dagskrá.
  • Hótelgisting með morgunverði.
  • 6 kvöldverðir.
  • Aðgangur að söfnum sem nefnd eru í dagskrá.
  • Kostnaður við að fá vegabréfsáritun fyrir Hvítarússland.
  • Íslensk fararstjórn (Þorleifur Friðriksson)

Skráning fer fram á heimasíðu Söguferða,  www.soguferdir.is.

Síðdegisfundur Norræna félagsins um STÖÐU NORRÆNNA TUNGUMÁLA Í ÍSLENSKU SKÓLAKERFI.

Síðdegisfundur Norræna félagsins um STÖÐU NORRÆNNA TUNGUMÁLA Í
ÍSLENSKU SKÓLAKERFI.
 
Menningarmálanefnd Norræna félagsins býður til síðdegisfundar með Brynhildi Ragnarsdóttur deildarstjóra Tungumálavefs TUNGUMÁLAVERS og Þórhildi Oddsdóttur, aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Efni fundarins er staða norrænna tungumála í íslensku skólakerfi, brotalamir og hindranir og lausnir og strategíur. 

Fundurinn verður fimmtudaginn 7. apríl  kl 17:00 – 18:00.  í húskynnum Norræna félagsins við Óðinsgötu 7, 

Síðdegisfundur Norræna félagsins um STÖÐU NORRÆNNA TUNGUMÁLA Í ÍSLENSKU SKÓLAKERFI.

Síðdegisfundur Norræna félagsins um STÖÐU NORRÆNNA TUNGUMÁLA Í
ÍSLENSKU SKÓLAKERFI.
 
Menningarmálanefnd Norræna félagsins býður til síðdegisfundar með Brynhildi Ragnarsdóttur deildarstjóra Tungumálavefs TUNGUMÁLAVERS og Þórhildi Oddsdóttur, aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Efni fundarins er staða norrænna tungumála í íslensku skólakerfi, brotalamir og hindranir og lausnir og strategíur. 

Fundurinn verður fimmtudaginn 7. apríl  kl 17:00 – 18:00.  í húskynnum Norræna félagsins við Óðinsgötu 7, 

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Dagur Norðurlanda 2016

Dagur Norðurlanda 23. mars 2016

Norræna félagið og Norræna húsið bjóða til móttöku í Norræna húsinu miðvikudaginn 23. mars, kl 17:00 – 18:30 í tilefni af degi Norðurlanda.

I anledning af Nordens dag inviterer Foreningen Norden og Nordens Hus til reception i Nordens Hus onsdagen den 23. marts kl 17:00 – 18:30.

Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins, býður gesti velkomna.

Elísabet Jökulsdóttir, tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016, les upp úr bók sinni.

Teitur Magnússon, tilnefndur til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2016, flytur eigin tónlist.

Veitt verða gullmerki Norræna félagsins.

Léttar veitingar í boði // lette forfriskninger.

Allir  velkomnir!

 

Norrænn rithöfundaskóli fyrir unglinga 2016

1. – 6. ágúst fyrir ungmenni á aldrinum 15 til 18 ára

Lýðháskólinn Nordens folkhögskola á Biskops-Arnö í Svíþjóð býður ungmennum frá öllum Norðurlöndum að taka þátt í Norrænum rithöfundaskóla fyrir unglinga. Námskeiðið er ókeypis og undir handleiðslu sjö norrænna rithöfunda sem sjá til þess að vikan sé hlaðin lestri, skriftum og samræðum um texta auk nýrra kynna.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á skrifum og langar til að kynnast öðrum með sömu drauma og áhugamál. Umsóknarfrestur er til 17. apríl.

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar!

Framhaldsnámskeið í sænsku – vormisseri 2016

Framhaldsnámskeið í sænsku verður haldið á vegum Norræna félagsins í mars/apríl 2016. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu. Kennari er Adolf Hólm Petersen.

Námskeiðið hefst 29. mars og lýkur 26. apríl: kennt verður á þriðjudögum kl. 18:00-19:30 og er námskeiðið alls fimm skipti. Kennslan fer fram í húsakynnum Norræna félagsins á Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík.

Skráning fer fram á netfanginu thorgunnur@norden.is eða í síma 551-0165. Námskeiðið er eingöngu ætlað félagsmönnum Norræna félagsins sem greiða 8.600 krónur í þátttökugjald. Námskeiðið fellur niður ef lágmarksþátttökufjöldi næst ekki.

Auðvelt er að gerast félagi í Norræna félaginu. Félagsaðild kostar 3.500 kr. á ári / 1.750 kr. fyrir 18-27 ára og 67 ára og eldri.

Line Barfod í Norræna húsinu

Line Barfod, lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður Enhedslisten á Danska þjóðþinginu, heldur erindi um mansal – þrælahald nútímans, í Norræna húsinu, föstudaginn 26. febrúar, kl. 17.00.

Viðburðurinn er haldinn á vegum Norræna félagsins, Norræna hússins og Vinstri grænna og mun fara fram á íslensku og dönsku. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur verður kynnir fundarins. Opnað verður fyrir spurningar að loknu erindi Line og mega þær vera á íslensku, ensku eða dönsku.

“Börn eru seld til að nota líffæri þeirra, börn og fullorðnir eru seld til að betla og stela, fólk er selt í nauðungarvinnu í fiskiðnaði, landbúnaði og byggingarvinnu. Það er algengt á Norðurlöndunum,” sagði Line Barfod í viðtali við Boga Ágústsson á RúV, fyrir fjórum árum.

Line hefur unnið mikið starf í baráttunni gegn mansali og þrælahaldi sem þingmaður og fulltrúi Norðurlandaráðs m. a.  í samstarfi ríkjanna sem liggja að Eystrasalti og lagt fram tillögur til að bæta úr.

Þetta er í annað skipti sem Line heldur erindi um þrælahald nútímans fyrir Íslendinga.  Síðast talaði  hún á vegum Norræna félagsins í Reykjavík, fyrir fjórum árum og vakti umfjöllun hennar mikla athygli. Þá sagði Line að munurinn á þrælahaldi í gamla daga og þrælahaldi  nú, væri meðal annars sá að áður var farið betur með þrælana til að þeir entust sem lengst, nú væru þeir frekar einnota, enda framboðið mikið.

Line Barfod verður hér á landi á samráðsfundi Vinstri grænna  og leiðtoga evrópskra vinstri flokka um flóttamannavandann yfir helgina.  

Björg Eva Erlendsdóttir, veitir nánari upplýsingar í síma 896 1222.