Upplýsingafundir um flutning til Norðurlanda

Ertu að flytja til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar?
Halló Norðurlönd og EURES standa fyrir upplýsingafundum um að flytja til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Fundirnir eru ætlaðir öllum þeim sem hyggja á vinnu eða nám í þessum löndum og eru ókeypis og öllum opnir. Farið verður yfir hagnýt atriði varðandi flutning og atvinnuleit.

Miðvikudaginn 18. maí kl. 17:00 – Að flytja Svíþjóðar og Danmerkur
Miðvikudaginn 18. maí kl. 19:30 – Að flytja til Noregs

Námskeiðin fara fram í húsnæði Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því er nauðsynlegt að skrá sig á námskeiðin.

Skráning á netfanginu hallo@norden.is og í síma 511 1808

Íslenski bærinn – skoðunarferð 4. júní

download

Norræna félagið býður félögum sínum í skoðunarferð að Íslenska bænum í Flóanum laugardaginn 4. júní.

Lagt verður af stað kl. 13.00 frá húsakynnum Norræna félagsins að Óðinsgötu 7 og gert er ráð fyrir að ferðin taki 4 – 4,5 tíma.

Kaffiveitingar og leiðsögn um bæinn.

Gjald fyrir félagsmenn er 3.000 kr. og er ferðin og aðgangseyrir innifalinn. Gjald fyrir aðra er 4.000 kr

Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið asdis@norden.is fyrir 24. maí.

Lágmarksþátttaka er 20 manns.

Nánari upplýsingar um Íslenska torfbæinn eru á vefslóðinni http://islenskibaerinn.is/

 

Litháen og Hvítarússland – afsláttur fyrir félagsmenn Norræna félagsins

20. – 27. júní (7 nætur)
Söguferðir hafa kolfallið fyrir Hvítarússlandi og efna til enn einnar ferðar þangað. Við hefjum ferð í hinni fögru höfuðborg Litháens, Vilníus þar sem við dveljum 2 nætur áður en haldið er til Minsk höfuðborgar Hvítarússlands. Við dveljum á góðu hóteli í miðborginni og förum í dagsferðir auk þess sem við höfum líka nægan tíma til þess að njóta þessarar fögru borgar bæði á eigin vegum sem og saman. Þetta er ferð sem svíkur engan sem hefur áhuga á ferðum inn í ævintýraheim sögu og menningar. Staðgreiðsluverð fyrir félagsmenn í Norræna félaginu er 198.500 kr. miðað gistingu í tvíbýli. 25.000 kr. aukagjald fyrir einbýli. Innifalið allar ferðir, söfn, góð hótel ásamt morgunverði og kvöldverði.

Almennt verð – 230.000 kr.
Félagsmenn í Norræna félaginu fá vildarverð – 
198.500 kr. 

Innifalið í verði:

  • Flug og flugtengd gjöld
  • Rúta í Litháen og Hvítarússlandi.
  • Allar skoðunarferðir samkvæmt dagskrá.
  • Hótelgisting með morgunverði.
  • 6 kvöldverðir.
  • Aðgangur að söfnum sem nefnd eru í dagskrá.
  • Kostnaður við að fá vegabréfsáritun fyrir Hvítarússland.
  • Íslensk fararstjórn (Þorleifur Friðriksson)

Skráning fer fram á heimasíðu Söguferða,  www.soguferdir.is.

Síðdegisfundur Norræna félagsins um STÖÐU NORRÆNNA TUNGUMÁLA Í ÍSLENSKU SKÓLAKERFI.

Síðdegisfundur Norræna félagsins um STÖÐU NORRÆNNA TUNGUMÁLA Í
ÍSLENSKU SKÓLAKERFI.
 
Menningarmálanefnd Norræna félagsins býður til síðdegisfundar með Brynhildi Ragnarsdóttur deildarstjóra Tungumálavefs TUNGUMÁLAVERS og Þórhildi Oddsdóttur, aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Efni fundarins er staða norrænna tungumála í íslensku skólakerfi, brotalamir og hindranir og lausnir og strategíur. 

Fundurinn verður fimmtudaginn 7. apríl  kl 17:00 – 18:00.  í húskynnum Norræna félagsins við Óðinsgötu 7, 

Síðdegisfundur Norræna félagsins um STÖÐU NORRÆNNA TUNGUMÁLA Í ÍSLENSKU SKÓLAKERFI.

Síðdegisfundur Norræna félagsins um STÖÐU NORRÆNNA TUNGUMÁLA Í
ÍSLENSKU SKÓLAKERFI.
 
Menningarmálanefnd Norræna félagsins býður til síðdegisfundar með Brynhildi Ragnarsdóttur deildarstjóra Tungumálavefs TUNGUMÁLAVERS og Þórhildi Oddsdóttur, aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Efni fundarins er staða norrænna tungumála í íslensku skólakerfi, brotalamir og hindranir og lausnir og strategíur. 

Fundurinn verður fimmtudaginn 7. apríl  kl 17:00 – 18:00.  í húskynnum Norræna félagsins við Óðinsgötu 7, 

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Dagur Norðurlanda 2016

Dagur Norðurlanda 23. mars 2016

Norræna félagið og Norræna húsið bjóða til móttöku í Norræna húsinu miðvikudaginn 23. mars, kl 17:00 – 18:30 í tilefni af degi Norðurlanda.

I anledning af Nordens dag inviterer Foreningen Norden og Nordens Hus til reception i Nordens Hus onsdagen den 23. marts kl 17:00 – 18:30.

Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins, býður gesti velkomna.

Elísabet Jökulsdóttir, tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016, les upp úr bók sinni.

Teitur Magnússon, tilnefndur til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2016, flytur eigin tónlist.

Veitt verða gullmerki Norræna félagsins.

Léttar veitingar í boði // lette forfriskninger.

Allir  velkomnir!