Aðalfundur Norræna félagsins í Reykjavík

Norræna félagið í Reykjavík boðar til aðalfundar  í Norræna húsinu, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 17.00, . Fundurinn er öllum opinn og nýir félagar boðnir sérstaklega velkomnir.

Dagskrá fundarins:

  1. Kosning fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsdeildarinnar.
  3. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda fyrir næsta starfsár,  sbr. 9. gr.
  4. Kosning fulltrúa og varamanna á sambandsþing samkvæmt 14.gr.
  5. Önnur mál.

Kynning á tilboðum um Grænlandsferð fyrir félaga í Norræna félaginu. Verð á leiguflugi og verð á áætlunarflugi. Aukið samstarf við félagsdeildir úti á landi. Kynning á jólaskemmtun Reykjavíkurdeildar á Óðinsgötu 4. desember.

Nánari upplýsingar veitir Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Norræna félagsins í Reykjavík. Sími 896-1222.

Bogi Ágústsson nýr formaður Norræna félagsins

Bogi Ágústsson var einróma kjörinn nýr formaður Norræna félagsins á sambandsþingi félagsins, helgina 7.-8. nóvember.  Sambandsþingið fór fram í Sveitafélaginu Ölfusi og Hveragerði.
Bogi tekur við formennsku af Ragnheiði H. Þórarinsdóttur sem gegnt hefur embætti formanns í sex ár. Bogi gegndi áður embætti varaformanns Norræna félagsins. 

Í nýrri stjórn Norræna félagsins sitja til næstu tveggja ára auk Boga þau: Kristján Sveinsson Reykjavík, varaformaður, Birna Bjarnadóttir Kópavogi, gjaldkeri, Jóngeir Hlinason Vogum, ritari, Birgit Schov Akureyri, Erna Sveinbjarnardóttir Garði, Hjördís Hjartardóttir Akranesi og Viðar Már Aðalsteinsson Reykjanesbæ. 

Í varastjórn eru Hilmar Ingólfsson Garðabæ, Sigríður Stefánsdóttir Skagaströnd, Sigurður Jónsson Sveitarfélaginu Ölfus, Sigurlín Sveinbjarnardóttir Garðabæ, Þórhildur Pálsdóttir Stykkishólmi, Þorlákur Helgason Selfossi og Þorvaldur S. Þorvaldsson Reykjavík. 

Formaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri er Birgit Schov
Formaður Vinabæjarnefndar er Sigurður Jónsson
Formaður Menningamálanefndar er Þórhildur Líndal
Formaður Skólanefndar er Þorlákur Helgason
Formaður Ritnefndar er Jóngeir Hlinason
Formaður Fjárhagsnefndar er Ragnheiður H. Þórarinsdóttir

Nýkjörin sambandsstjórn Norræna félagsins, ásamt framkvæmdastjóra félagsins.
Nýkjörin sambandsstjórn Norræna félagsins, ásamt framkvæmdastjóra félagsins.

Norrænar kvenímyndir

Oddný Sen kvikmyndafræðingur verður með fyrirlestur um kvenímyndir í norrænum kvikmyndum og sjónvarpsseríum fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17.00, í húsakynnum Norræna félagsins í Reykjavík við Óðinsgötu.

Hún mun fjalla um þær breytingar sem sést hafa á birtingarmyndum kvenna í kvikmyndalist á Norðurlöndum og víðar, sem og sýna um þær dæmi. Einnig mun hún velta vöngum yfir því hvort nýjar kvenímyndir endurspegli breytta stöðu kvenna.

Allir velkomnir á fróðlegan fyrirlestur!  

Norræn bókasafnavika 9.-15. nóvember 2015

 Við vekjum athygli á hinni árlegu Norrænu bókasafnaviku sem haldin verður dagana 9.-15. nóvember næstkomandi. Skráning stendur yfir á heimasíðu bókasafnavikunnar http://www.bibliotek.org/is – þar sem hægt er að skrá bókasöfn, skóla og aðrar stofnanir til þátttöku endurgjaldslaust.

Þema hátíðarinnar í ár er „Vinátta á Norðurlöndunum“ og verða að vanda þrjár norrænar bækur í öndvegi ætlaðar ólíkum aldurshópum. Upplestrarbækurnar árið 2015 eru barnabókin Vöffluhjarta eftir norska höfundinn Mariu Parr, unglingabókin Skrifa í sandinn eftir færeyska höfundinn Marjun Syderbø Kjelnæs og Eglis Saga fyrir eldri lesendur. Hægt verður að nálgast textabrotin sem ætluð eru til upplestrar á heimasíðu hátíðarinnar. Þar verður einnig að finna svokallað Hugmyndakver sem hefur að geyma ýmsar upplýsingar um bókasafnavikuna ásamt fjölda sniðugra hugmynda sem hægt er að framkvæma í tengslum við hana.

Upplestur í Norræna húsinu, mánudaginn 9. nóvember kl. 10 – allir geta hlustað!

Í tilefni opnunar bókasafnavikunnar mun Norræna húsið ásamt Norræna félaginu standa fyrir upplestri í Norræna húsinu. Morguninn 9. nóvember kl. 10 mun leikarinn Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) lesa valda kafla úr barnabókinni Vöffluhjarta. Beint streymi (e. live stream) verður af viðburðinum í Norræna húsinu – svo að hver sem er getur farið inn á heimasíðu Norræna hússins, http://nordichouse.is/is/, til að hlýða á upplesturinn.

Þessi tækninýjung Norræna hússins gerir öllum kleift að fylgjast með, hvar sem þeir eru staddir á landinu (eða í heiminum). Nemendur gætu þá safnast saman á skólabókasafninu eða hreinlega hlustað í sinni eigin bekkjarstofu. Upptaka af upplestrinum verður öllum aðgengileg á heimasíðu Norræna hússins að upplestrinum loknum. Því verður hægt að spila upplesturinn hvenær sem er, hvort sem er í rauntíma eða síðar.

Vakni einhverjar spurningar má gjarnan senda póst á netfangið thorgunnur@norden.is.

Með von um góðar lestrarstundir!

Framhaldsnámskeið í sænsku – haustið 2015

Framhaldsnámskeið í sænsku verður haldið á vegum Norræna félagsins í nóvember 2015. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu. Kennari er Adolf Hólm Petersen.

Námskeiðið verður á fimmtudögum kl. 18:00-19:30. Það hefst 5. nóvember en lýkur 3. desember og er alls fimm skipti. Kennslan fer fram í húsakynnum Norræna félagsins á Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík.

Skráning fer fram á netfanginu thorgunnur@norden.is eða í síma 551-0165. Námskeiðið er eingöngu ætlað félagsmönnum Norræna félagsins sem greiða 8.600 krónur í þátttökugjald.

Auðvelt er að gerast félagi í Norræna félaginu. Félagsaðild kostar 2.900 kr. á ári / 1.450 kr. fyrir 18-27 ára og 67 ára og eldri. Námskeiðið fellur niður ef lágmarksþátttökufjöldi næst ekki.

Grunnnámskeið í sænsku – haustið 2015

Grunnnámskeið í sænsku verður haldið á vegum Norræna félagsins í október 2015. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu. Kennari er Adolf Hólm Petersen.

Námskeiðið verður á fimmtudögum kl. 18:00-19:30, það hefst 1. október en lýkur 29. október og er alls fimm skipti. Kennslan fer fram í húsakynnum Norræna félagsins á Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík.

Skráning fer fram á netfanginu thorgunnur@norden.is eða í síma 551-0165. Námskeiðið er eingöngu ætlað félagsmönnum Norræna félagsins sem greiða 8.600 krónur í þátttökugjald.

Auðvelt er að gerast félagi í Norræna félaginu. Félagsaðild kostar 2.900 kr. á ári / 1.450 kr. fyrir 18-27 ára og 67 ára og eldri. Námskeiðið fellur niður ef lágmarksþátttökufjöldi næst ekki.

Framhaldsnámskeið í sænsku verður haldið í kjölfar grunnnámskeiðsins, sé áhugi fyrir hendi. Það yrði haldið á tímabilinu 5. nóvember–3. desember – einnig á fimmtudögum kl. 18:00-19:30.

Fundur fólksins í Norræna húsinu 11. – 13. júní 2015

 Norræna félagið í Reykjavík og Norðurlönd í fókus verða með dagskrá í Norræna tjaldinu á  Fundi fólksins, 11.-13. júní við Norræna húsið. 

Kíkið í spjall um norrænt samstarf, fáið upplýsingar og njótið veglegrar dagskrár alla fundardagana!

DAGSKRÁ Í NORRÆNA TJALDINU Á FUNDI FÓLKSINS

Fimmtudagur 11. júní frá kl. 12-22

– kl. 15:00 Daglegt líf án eiturefna!
Elín Hirst, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði, og Brynhildur Pétursdóttir, alþingsmaður og varafulltrúi í Norðurlandaráði. Heiðrún Guðmundsdóttir, ritari Norræna efnahópsins (NKG), opnar og stýrir umræðum.

– kl. 15:40 Að læra allt lífið á Norðurlöndunum!
Valgerður Gunnarsdóttir, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði, Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður. Sigrún Kristín Magnúsdóttir, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna, opnar og stýrir umræðum.

Föstudagur 12. júní frá kl. 12-22

– kl. 14:00 Geta Norðurlöndin reddað heiminum frá loftslagshörmungum?
Hvað geta 26 milljónir Norðurlandabúar gert til að forða heiminum frá hættulegum loftslagsbreytingum? Svandís Svavarsdóttir, alþingismaður, og fleiri. Tryggvi Felixson, ráðgjafi hjá Norðurlandaráði, opnar og stýrir umræðum.

– kl. 14:40 Bætum heilsuna með samstarfi við grannlöndin – tillögur Könbergs
Jóhann María Sigmundsdóttir, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði, og Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og varaforseti Norðurlandaráðs. Geir Oddsson, ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu, opnar og stýrir umræðum.

– kl. 15:30 Allt í hring! Lífhagkerfið er framtíðin!
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði. Geir Oddsson, ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu, opnar og stýrir umræðum.

– kl. 16:00 Umhverfi og samfélag
Gunnar Hersveinn, heimspekingur

– kl. 16:30 Norrænn málskilningur – skiptir hann máli?
Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Norræna félagsins í Reykjavík.
Úlfar Bragason, rannsóknarprófessor, Pernille Folkman, danskur lektor við HÍ og Gro-Tove Sandsmark, norskur lektor, ræða við fundargesti um mikilvæg kennslu og kunnáttu í skandinavískum tungumálum.

– kl. 17:00 100 ára kosningaafmæli á Íslandi og í Danmörku [í sal Norræna hússins]
Konur fagna 100 ára afmæli kosningaréttar í ár, bæði í Danmörku og á Íslandi. Í tilefni þess boða Norðurlönd í fókus til opins fundar í Norræna húsinu á Fundur fólksins 11. – 13. júní 2015, föstudaginn 12. júní kl. 17-18:30.
Fram koma: Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík, dr. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, Leonora Christina Skov, rithöfundur, Gerður Kristný, rithöfundur. Fundarstjóri: Charlotte Bøving, leikkona og leikstjóri.
Fundurinn er haldinn í samvinnu við danska sendiráðið á Íslandi og Reykjavíkurborg.

– kl. 20:00-22:00
Á norrænum nótum
Aðalsteinn Ásberg og Ása Aðalsteinsdóttir syngja norræn vísnalög
Söngur og spé
Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir syngja norræna slagara.

Laugardagur 13. júní kl. 12-22

– kl. 13:00-15:00 Norrænt menningarmót
Fulltrúar frá öllum norrænu löndunum, íslenskir og norrænir, segja gestum frá lífi sínu og áhugamálum (sem tengist tilteknu norrænu landi) og taka með sér persónulega muni.

– kl. 15:00 Gjörningur í minningarlundi um fórnarlömbin í Utøya.
Þorvaldur S. Þorvaldsson, Bogi Ágústsson og Una Hildardóttir.

Ahugið: Dagskráin er lifandi og fleiri dagskrárliðir gætu bæst við á næstu dögum.

Heildardagskrá viðburðarins má sjá hér:
http://nordichouse.is/is/event/fundur-folksins/

FLUTNINGSNÁMSKEIÐ

Ertu að flytja til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar?

Halló Norðurlönd og EURES standa fyrir upplýsingafundum um að flytja til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Fundirnir eru ætlaðir öllum þeim sem hyggja á vinnu eða nám í þessum löndum og eru ókeypis og öllum opnir. Farið verður yfir hagnýt atriði varðandi flutning og atvinnuleit auk þess sem fulltrúi frá Ríkisskattstjóra kynnir skattamál.

  • Mánudaginn 11. maí kl. 17:00 – Að flytja Svíþjóðar og Danmerkur
  • Mánudaginn 11. maí kl. 19:30 – Að flytja til Noregs

Námskeiðin fara fram í húsnæði Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því er nauðsynlegt að skrá sig á námskeiðin.

Skráning á netfanginu hallo@norden.is og í síma 511 1808

Tilboð fyrir félagsmenn Norræna félagsins

Frábært tilboð  fyrir félagsmenn til  Riga i Lettlandi, 14.-17. mai, á síðustu sætunum.

http://www.transatlantic.is/lettland/adeins-um-ferdina

Verð einungis 69.900 kr.  Innifalið er flug frá Keflavik og Akureyri,
4* hotel á besta stað  með morgunmat, rúta frá flugvelli og  islenskur fararstjóri

Riga er meira en 800 ár gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútímaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin – söfn eða fallegar byggingar, listaviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði – þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt mesta samsafn af Art Noveau eða Jugend byggingalist. Þá er næturlíf Riga orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að.

Upplysingar i sima 5888900 eða info@transatlantic.is