Félagsstarf og nefndir

Innan stjórnar Norræna félagsins eru starfræktar fjölda nefnda sem eru opnar félagsmönnum að starfa í.

Ef þú hefur áhuga á að starfa með Norræna félaginu í einhverri nefnd vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Norræna félagsins á norden@norden.is eða asdis@norden.is

Nefndir

Afmælisnefnd

Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, formaður

Afmælisnefnd skal undirbúa ýmiskonar hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis Norræna félagsins á Íslandi 2022 og skila fyrstu tillögum til sambandsstjórnar, eigi síðar en í lok árs 2020.

Skýrsla afmælisnefndar 2021-2022 + Fylgiskjal þjóðfræðinema um söfnun örsagna

Ungmennanefnd - Ung Norræn

Viktor Ingi Lorange, formaður.

Að efla þátttöku og mikilvægi ungs fólks í norrænu samstarfi.

Stuðla að samskiptum og innihaldsríku samstarfi um mikilvæg samfélagsmarkmið.

Ungmennanefndin vinnur með Ungmennadeild Norræna félagsins og skrifstofu Norræna félagsins að skipulagningu viðburða, funda, ráðstefna og annarra viðburða.

Menningarmálanefnd

Nefndin skal vera fulltrúi Norræna félagsins  í menningarstarfi svo sem að taka menningarmál til kynningar og umræðu á fundum og að skipuleggja heimsóknir félagsmanna á menningarviðburði. Einnig er nefndin tengiliður við sambandsstjórn Norræna félagsins.  Menningarnefnd ber ábyrgð á menningardagskrá Norræna félagsins og að hún sé aðgengileg félagsmönnum t.d. á vefsíðu félagsins og miðla til deilda upplýsingum um verkefni er aðrir geta nálgast.  Menningarnefnd tryggir tengsl grasrótarinnar við Norræna félagið.

Menningarmálanefnd styður við aðrar nefndir eftir þörfum.

Skólanefnd

Miðla upplýsingum um möguleg verkefni á milli skóla til aðildarfélaga skólanefndar Norræna félagsins.  Skólanefnd hefur frumkvæði að senda upplýsingar til tengdra aðila.  Vakta námskrá grunnskóla/framhaldsskóla í norrænum tungumálum / norrænni sögu, menningu.

Vinna náið með skólafulltrúa Norræna félagsins þegar og ef sú staða er mönnuð annars framkvæmdastjóra félagsins.

Norden I skolen, norræna bókmenntavikan og möguleiki á lýðháskólanámi er meðal verkefna skrifstofu í skólamálum.

Efla samstarfið við ungmennadeild, fjárhagsnefnd og skrifstofu.  Vinna með skrifstofu að námskeiðum, ráðstefnum og fundum.

Ritnefnd

Að sjá til þess að þeir miðlar sem Norræna félagið notar (Facebook, Instagram, vefsíða, fréttabréf á netinu) séu ávallt uppfærðir og í notkun. Ritnefnd er falið að hefja vinnu við að taka saman drög að 100 ára sögu Norræna félagsins á Íslandi. Ritnefnd er falið að standa fyrir öflugu kynningar- og fræðslustarfi um starfsemi Norræna félagsins og norræn málefni.

Ritnefnd er falið að skipuleggja greinaskrif sem hægt er að birta í blöðum. Þá er ritnefnd falið að halda námskeið og eða vinnufundi fyrir félagsdeildir vegna upplýsingamála.

Fjárhagsnefnd

Hlutverk fjárhagsnefndar er að leita að leiðum til að auka fjárframlög til Norræna félagsins í þeim tilgangi að auka félagsstarfið. Nefndarmenn taka að sér að leiðbeina deildum um möguleika til fjáröflunar.  Nefndin stendur fyrir námskeiði fyrir deildir Norræna félagsins og tekur saman upplýsingar um hvar hægt sé að sækja um styrki og til hvers. Nefndinni er ætlað að vinna með deildum að öflum styrkja. Fjárhagsnefnd er ætlað að vinna náið með skrifstofu Norræna félagsins og gjaldkera félagsins.

Markmiðið er að forsvarsmenn deilda og nefnda Norræna félagsins hafi á einum stað upplýsingar um hvar hægt sé að fá styrki og hvaða verkefni eru í gangi.

Vinabæjarnefnd

Styðja við vinabæjasamstarf og önnur samskipti milli Norðurlanda eins og það getur best orðið hverju sinni. Styrkja og efla samstarf þar sem ekki eru vinabæjakeðjur með það í huga að samstarfið geti orðið milli tveggja bæjarfélaga eða fleiri allt eftir viðfangsefnum samtímans. Hvetja til ungmennasamskipta milli bæjarfélaga.

Styðja við deildir félagsins við að skapa tengsl við bæjarfélög á hinum Norðurlöndunum í þeim tilgangi að læra af og deila reynslu.

Laganefnd

Nefndin er skipuð af sambandsstjórn til að yfirfara lög Norræna félagsins.