Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar og veitir upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita að styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.

Info Norden safnar upplýsingum um landamærahindranir milli Norðurlandanna og miðlar þeim áfram til Landamærahindranaráðs Norrænu ráðherranefndarinnar.

Það geta allir haft samband við Info Norden með því að senda inn fyrirspurn í gegnum heimasíðuna, með tölvupósti eða með því að hringja.

Heimasíður Info Norden eru aðgengilegar á öllum tungumálum Norðurlandanna.

Nánari upplýsingar um upplýsingaþjónustuna má nálgast á heimasíðu Info Norden.


Ertu með fyrirspurn?

Fylltu út rafrænt fyrirspurnareyðublað

Skrifstofur Info Norden

info@infonorden.org