Fólk á öllum aldri getur lagt stund á nám í norrænum lýðháskólum.

Á öllum Norðurlöndunum eru lýðháskólar sem bjóða upp á fjölbreytt nám, góða aðstöðu og þroskandi námsumhverfi fyrir fólk á öllum aldri, óháð skólagöngu og reynslu. Námsefnið og námsferlið er mótað eftir þörfum nemendahópsins.

Spurningar? Facebook hópurinn Lýðháskólar á Norðurlöndum!

Norræna félagið á Íslandi veitir upplýsingar um nám í lýðháskólum á Norðurlöndunum. Þar að auki veitir félagið árlega styrk til íslenskra nemenda sem stunda nám í lýðháskóla í öðru norrænu landi. Styrkurinn er háður fjárveitingu frá Nordplus.

Nánari upplýsingar um lýðháskólastyrk Norræna félagsins.

Að neðan eru að finna upplýsingar um lýðháskóla á Norðurlöndunum. Einnig er hægt að hafa samband við Norræna félagið til að fá upplýsingar.