Lýðháskólar í Svíþjóð

Í Svíþjóð eru 155 lýðháskólar sem bjóða upp á fjölbreytt úrval námsleiða. Tveir norrænir lýðháskólar Nordiska Folkhögskolan Kungälv og Biskops Arnö, eru í Svíþjóð sem henta sérstaklega fyrir nemendur frá öðrum norrænum löndum.

Leitaðu að lýðháskólanámi í Svíþjóð á folkhogskola.nu

Norrænir lýðháskólar í Svíþjóð

Nordiska Folkhögskolan Kungälv

Skólinn er staðsettur í Kungälv, um 20 km fyrir norðan Gautaborg, næststærsta borg Svíþjóðar. Námsleiðir í boði eru m.a. leiklist, tónlist, ljósmyndun og almenn námskeið. Auk þess að fá styrk frá Norræna félaginu geta nemendur frá Íslandi sem stunda nám í Norræna lýðháskólanum í Kungälv sótt um styrk hjá skólanum sem lækkar vikugjaldið um helming.

Upplýsingar um skólagjöld hér

Biskops Arnö

Lýðháskólinn Biskops Arnö er staðsettur á lítilli eyju í Mälaren, á milli Stokkhólms og Uppsala. Skólinn býður upp á stutt og löng námskeið, sem og helgarnámskeið og sumarnámskeið.