Lýðháskólar í Danmörku

Lýðháskólar í Danmörku bjóða upp á fjölbreytt úrval námsleiða um allt land. Allt frá myndlist, tónlist og bókmenntafræði, yfir í íþróttir, útivist og stjórnmálafræði. Lýðháskólanám í Danmörku er frábær kostur fyrir ungmenni sem hafa áhuga á að búa erlendis og bæta tungumálakunnáttu.

Leitaðu á lýðháskólanámi í Danmörku á hojskolerne.dk

Hvernig var námið þitt?

Miklu meira en væntingar mínar voru uppfylltar á þessari önn. Ég lærði ótrúlega mikið um allskonar hluti og gæti ekki hafa verið ánægðari með önnina. Það var það gaman að ég er að fara aftur í haust. Það sem ég held að eigi eigi eftir að nýtast mér best er til að mynda danskan þar sem ég gæti hugsað mér að fara í skóla í Danmörku í framtíðinni. Einnig lærði ég að búa „ein” og sjá um mig sjálfa. Ég lærði líka marga nýja leiki og íþróttir sem ég gæti hugsað mér að stunda í framtíðinni.
— Hekla, Nordjyllands Idrætshøjskole
Væntingar mínar til námsins voru háar, vegna þess að ég hafði heyrt marga góða hluti um það, og þær voru 100% uppfylltar. Ég valdi aðeins listgreinar sem voru allar mjög áhugaverðar og kennararnir voru allir sérhæfðir í sínum greinum. Það var algjör snilld að fá að vinna með og læra af svo vel reyndum og góðum kennurum. Ég hef sjálf mikinn áhuga á list og tel dvölina hafa komið mér á rétta braut þar sem ég stefni nú á að læra listnám í svipuðum dúr og í Grundtvigs højskole.
— Ásta, Grundtvigs Højskole
Lýðháskólinn hefur gefið mér meira en ég nokkurn tímann hafði væntingar fyrir. Ég hef lært dönsku og staðist “studieproven”, eignast vini, kynnst menningunni og meira. Námið var svo æðislegt að ég hef ákveðið að flytja til Danmerkur og fara í háskólanám hér. Þetta er góð leið til að rólega koma inn í landið. Í lýðháskóla hefur maður fullt af vinum og kennurum til þess að hjálpa með það sem maður ekki er vanur eða þekkir ekki. Eftir veturinn er Danmörk ekki bara útland heldur land sem ég þekki og land sem mér finnst ég vera hluti af. Þetta var algjörlega rétta ákvörðunin og ég á alltaf eftir að vera þakklát sjálfri mér og lýðháskólanum.
— Erika, Uldum Højskole