Back to All Events

Breytt staða varnarmála á Norðurlöndum

Svíþjóð og Finnland hafa sótt um aðild að NATO. Danir hafa samþykkt að taka þátt í varnarsamstarfi Evrópusamstarfsins. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir stöðu Norðurlanda á sviði varnarmála? Hvað með stöðu Íslands innan samstarfsins í Evrópu?

Norræna félagið á Höfuðborgarsvæðinu boðar til hádegisfundar þar sem þessi mál verða rædd undir stjórn Boga Ágústssonar fréttamanns og fyrrv. formanns Norræna félagsins.

Viðmælendur verða Björn Bjarnason fyrrv. ráðherra og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.