Starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins hefur skilað inn skýrslu með 30 tillögum um nánari samskipti Íslands og Færeyja, m.a. á sviði viðskipta, nýsköpunnar, menntunnar og samgangna.
Björgum norrænu samstarfi
Við búum vel Íslendingar að eiga að nágrönnum öflugustu hagsældar- og velferðarríki heims. Það er nánast orðin klisja að nefna að Norðurlönd raða sér nánast alltaf í efstu sætin í könnunum á velferð og lífsgæðum ríkja heims, en hún er sönn. Lýðræðið og réttarríkið á í vök að verjast í ýmsum af löndum hins vestræna heims en það stendur traustum fótum á Norðurlöndum.




