• Uncategorized
 • Þjóðhátíðardagur Finnlands

  Í dag, 6.desember, er þjóðhátíðardagur Finnlands. 104 ár eru liðin frá því að Finnar hlutu sjálfstæði. Við óskum vinum okkar til hamingju með daginn. Í tilefni dagsins bendum við áhugasömum á afar áhugaverða umfjöllun Veru Illugadóttur um finnsku borgarastyrjöldina, sem finna má á vefsíðu RÚV. https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/7hqkqn?fbclid=IwAR3ZJ_pMfKyaKqgx9mtttxjRCxnyTUe9NtJXOrFpNY5Qz7tuVxhZS5gUvnQ

 • Norræna félagið
 • Sambandsþingi Norræna félagsins frestað

  Sambandsþing Norræna félagsins, sem átti að fara fram 20. nóvember í Reykjavík, hefur verið frestað. Ákvörðunin var tekin í samráði við sambandsstjórn Norræna félagsins og Höfuðborgardeildina, framkvæmdaaðila þingsins. Ástæða er uppgangur Covid-19 og hertar samkomutakmarkanir. Sambandsstjórn mun senda út nýtt fundarboð með góðum fyrirvara þegar búið er að ákveða nýjan tíma.

 • Bókmenntir
 • Velkomin á Norræna bókmenntaviku 2021 þann 15.-21. nóvember

  Draumar og þrár á Norðurlöndunum Í ár býður Norræn bókmenntavika börnum og fullorðnum á upplestrarviðburði þar sem þemað er draumar og þrár. Aukin fjarlægð og lokuð landamæri hafa verið einkennandi undanfarið. Það sem getur sameinað fólk yfir landamæri er einmitt draumar og þrár.Það sem okkur dreymir um og það sem við þráum getur verið óendanlega […]

 • Uncategorized
 • Aukið samstarf Íslands og Færeyja

  Starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins hefur skilað inn skýrslu með 30 tillögum um nánari samskipti Íslands og Færeyja, m.a. á sviði viðskipta, nýsköpunnar, menntunnar og samgangna. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að markmið sé að hrinda þessum tillögum í framkvæmd á næstu árum og renna þannig sterkari stoðum undir samband þjóðanna og á sama tíma skapa […]

 • Sænska
 • Sænskunámskeið hefst 27. október

  Grunnnámskeið í sænsku verður haldið á vegum Norræna félagsins og hefst miðvikudaginn 27 október. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu. Kennt verður á miðvikudögum kl. 17:00-18:30 og er námskeiðið alls fimm skipti. Kennslan fer fram í húsakynnum Norræna félagsins á Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Kennari er Adolf Hólm Petersen. Námskeiðið er […]

 • Uncategorized
 • Björgum norrænu samstarfi

  Grein eftir Hrannar Björn Arnarsson, formann Norræna félagsins á Íslandi, sem birtist á Vísi 12.október 2021. Við búum vel Íslendingar að eiga að nágrönnum öflugustu hagsældar- og velferðarríki heims. Það er nánast orðin klisja að nefna að Norðurlönd raða sér nánast alltaf í efstu sætin í könnunum á velferð og lífsgæðum ríkja heims, en hún […]

 • Norræna félagið
 • Norrænu félögin vilja auknar áherslur á norrænt samstarf

  Ef sýn norrænu forsætisráðherranna um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims á að verða að veruleika þarf meira fjármagn til norræns samstarfs. Norrænu félögin fagna auknum áherslum á loftslagsmál og græn gildi í framtíðarsýninni „Vision 2030“ en þær eru í  fullu samræmi við vinnu og áherslur Norðurlandanna í umhverfismálum síðustu áratugi. En auknar […]

 • Viðburðir
 • Vestnorræni dagurinn 23. september

  Góðan dag! Við í Norræna félaginu vekjum athygli á spennandi dagskrá í Norræna húsinu í tilefni Vestnorræna dagsins fimmtudaginn 23. september. Aðgangur er ókeypis. Á umræðufundi kl. 17.00-18.00 verður varpað ljósi á samstarf vestnorrænu landanna út frá sjónarhóli Færeyja og Grænlands. Hvar liggja helstu áskoranir, tækifæri og væntingar til samstarfs landanna þriggja? Fundurinn fer fram […]

 • Fundur fólksins
 • Fundur fólksins 3.-4. september

  Fundur fólksins verður haldinn 3.-4. september 2021 í Norræna húsinu. Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið. Markmið fundarins er að skapa meira traust og skilning á milli ólíkra aðila samfélagsins án þess að vera föst í […]

 • Ung norræn
 • Ný stjórn Ungmennadeildar Norræna félagsins

  Ungmennadeild Norræna félagsins, Ung norræn hélt aðalfund í gærkvöldi. Ný stjórn var kjörin og skipa hana þau Viktor Lorange, forseti, Eva Brá Önnudóttir, varaforseti, Geir Finnsson, gjaldkeri, Geir Zoëga, viðburðastjóri, Benedikt Bjarnason, alþjóðafulltrúi. Ung norræn er fyrir ungt fólk 18-30 ára og opin öllum þeim sem áhuga hafa á alþjóðlegu samstarfi með áherslu á norrænt […]