Við auglýsum eftir verkefnastjóri - Afleysing vegna fæðingarorlofs

Verkefnastjóri hjá Norræna félaginu - Afleysing vegna fæðingarorlofs

Norræna félagið leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra til að stýra Nordjobb á Íslandi, lýðháskólastyrkjum Norræna félagsins og öðrum tilfallandi verkefnum félagsins. Um er að ræða 100% starf verkefnastjóra til 12 mánaða frá 1. júní 2026. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf á vormánuðum og unnið nokkrar klukkustundir á viku í samvinnu við núverandi verkefnastjóra. 

Helstu verkefni: 

  • Umsjón með Nordjobb á Íslandi 

  • Samskipti við vinnuveitendur og umsækjendur innan Nordjobb verkefnisins. 

  • Samvinna við starfsfólk og verkefnastjóra Nordjobb á hinum Norðurlöndunum.

  • Skipulagning og framkvæmd kynningarstarfsemi Nordjobb til að efla þátttöku íslenskra ungmenna.

  • Skrif á umsóknum og skýrslum.

  • Ábyrgð á þróun og framkvæmd verkefna tengdum atvinnu og menntun ungmenna á Norðurlöndunum.

  • Önnur tilfallandi verkefni félagsins.

Hæfnikröfur: 

  • Framúrskarandi samskiptahæfni 

  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð 

  • Sterkur áhugi á málefnum ungmenna á Norðurlöndunum 

  • Mjög góð kunnátta í einu skandinavísku tungumáli (danska, norska eða sænska) í rituðu og töluðu máli 

  • Góð íslenskukunnátta í rituðu og töluðu máli 

  • Þekking á vinnumarkaðsmálum er kostur. 

  • Góð þekking á notkun samfélagsmiðla er einnig kostur. 

Við bjóðum upp á: 

  • Frábær tækifæri til að þróast í starfi 

  • Regluleg ferðalög innan Norðurlandanna tengd verkefnum 

  • Skrifstofuaðstöðu í miðbæ Reykjavíkur 

Frekari upplýsingar: 

  • Um er að ræða 100% starfshlutfall frá júní 2026 til 12 mánaða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf nokkrum mánuðum fyrr, í hlutastarfi og unnið samhliða núverandi verkefnastjóra. 

  • Viðkomandi þarf að hafa mikla hæfni í að vinna á fjölmenningarlegum vettvangi þar sem samstarfsfólk er staðsett á öllum Norðurlöndunum.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í spennandi verkefnum á sviði atvinnu og menntunar ungmenna á Norðurlöndunum, þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn með því að smella hér.

Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2026.  Allar nánari upplýsingar eru veittar á norden@norden.is