Persónuverndarstefna Norræna félagsins

  1. Vefkökur

    Norden.is notar vefkökur (e. cookies) til að bæta notendaupplifunina og safna gögnum.

    Hvað eru vefkökur?

    Vefkökur eru litlar textaskrár sem vistaðar eru í tölvu, síma eða lesbretti þínu þegar þú opnar vefinn. Vefkökurnar gerir vefnum kleift að muna upplýsingar um stillingar þínar (t.d. notendanafn, tungumál, leturstærð og aðrar forstillingar) í ákveðinn tíma. Tilgangurinn er að þú þurfir ekki að breyta stillingunum í hvert skipti sem þú opnar vefinn eða flakkar á milli vefsíðna.

    Hvernig get ég stjórnað vefkökunum?

    Þú getur stjórnað og eytt vefkökum eins og þér sýnist. Lestu meira á aboutcookies.org. Þú getur fjarlægt allar vefkökur úr tölvu þinni og þú getur stillt vafrann þinn þannig að hann takki ekki á móti neinum vefkökum. Þá þarft þú mögulega að breyta ákveðnum stillingum í hvert skipti sem þú opnar vefinn og sumir eiginleikar vefsins munu mögulega ekki virka.

  2. Söfnun upplýsinga

    Við söfnum upplýsingum frá þér þegar þú fyllir út í eyðublöð á heimasíðunni.

  3. Notkun upplýsinga

    Upplýsingarnar sem við söfnum frá þér geta verið notaðar til að hafa samband við þig í gegnum tölvupóst eða síma í sambandi við þátttöku þína í starfsemi Norræna félagsins.

  4. Upplýsingavernd

    Aðeins starfsmenn Norræna félagsins sem sinna viðeigandi hlutverki fá aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum.

  5. Dreifing til þriðja aðila

    Norræna félagið dreifir aldrei persónuupplýsingum þínum til annara aðila án samþykkis þíns.

  6. Aðgangsréttur

    Þú átt rétt á því að fá aðgang að öllum upplýsingum sem varða þig. Þú getur beðið um að sjá allar persónuupplýsingar þínar sem við höfum vistað með því að hafa samband við okkur á norden@norden.is.

  7. Réttur til eyðingar

    Þú átt rétt á því að fá persónuupplýsingar þínar fjarlægðar. Þú getur beðið um að fá persónuupplýsingar þínar fjarlægðar með því að hafa samband við okkur á norden@norden.is. Þá eyðum við öllum persónuupplýsingum um þig.

  8. Varðveisla persónuupplýsinga

    Upplýsingar þínar geta verið varðveittar í mismunandi langan tíma eftir eðli upplýsinga og tilgangi söfnunar þeirra. Í flestum tilfellum er persónuupplýsingum eytt eftir 5 ár ef annað kemur ekki fram þegar skráningin fer fram.