Nordjobb fagnar 40 ára afmæli ........og þér er boðið

  Nordjobb fagnar 40 ára afmæli   ........og þér er boðið

Í fjóra áratugi hefur Norræna félagið í gegnum samnorrænt verkefni þess, NORDJOBB, aðstoðað ungt fólk á Norðurlöndunum við að finna starf, sækja sér nýja reynslu og upplifa það að búa í öðru norrænu landi.
Að því tilefni ætlum við að fagna saman og líta yfir farinn veg. Gestum gefst tækifæri til þess að hlusta á reynslusögur fyrrum Nordjobbara og vinnuveitenda. Við fáum einnig fleiri gesti til liðs við okkur sem hafa tengingu við verkefnið og aðra aðila úr heimi stjórnmálanna sem vinna að norrænum málefnum.

Framhaldsaðalfundur deilda Norræna félagsins á Ísafirði og Patreksfirði

Framhaldsaðalfundur deilda Norræna félagsins á Ísafirði og Patreksfirði

Boðað er til framhaldsaðalfundar í Norræna félaginu á Ísafirði og Patreksfirði laugardaginn 18. október nk. kl. 13:15 í Safnahúsinu á Ísafirði, við Eyrartún.

Boðið er uppá kaffiveitingar.

Sjáumst sem flest og tökum þátt í starfi hins sameinaða Norræna félags Vestfjarða frá fyrsta degi. Hægt er að skrá sig í Norræna félagið hér:

Norræna félagið á Suðurnesjum stofnað!

Norræna félagið á Suðurnesjum stofnað!

Þann 20. september samþykkti aðalfundur Norrænu félaganna í Vogum, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ að sameina félögin frá og með þeim degi í eitt félag. Félagið heitir Norræna félagið á Suðurnesjum.

Lög voru einnig samþykkt fyrir félagið og stjórn kosin ásamt skoðunarmönnum.

Stjórn Norræna félagsins á Suðurnesjum skipa Oddný G. Harðardóttir formaður, Jónína Holm, Eydís Hentze Pétursdóttir, Ivan Frandsen, Johan D. Jonsson og Margrét Ásgeirsdóttir.

Tilgangur félagsins er að efla norrænt samstarf á öllum sviðum samfélagsins, efla frið og skilning Norðurlandaþjóðanna þeirra á milli og annarra þjóða út á við.

Vestnorræni dagurinn 23. september, málþing í Norræna húsinu

Vestnorræni dagurinn 23. september, málþing í Norræna húsinu

Þriðjudaginn 23. september fagnar Vestnorræna ráðið 40 ára afmæli. Í tilefni þess bjóða Vestnorræna ráðið og Norræna félagið í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Norrænu ráðherranefndina uppá málþing þar sem staða svæðisins er rædd. Málþingið er í Norræna húsinu 23. september frá 16.30 - 18.45.

Fundarstjóri er Bogi Ágústsson fjölmiðlamaður, fv formaður Norræna félagsins

HÖFUÐBORGARMÓT Í NUUK 5. - 9. MARS 2026 / SKRÁNING TIL 30. OKTÓBER 2025

HÖFUÐBORGARMÓT Í NUUK 5. - 9. MARS 2026 / SKRÁNING TIL 30. OKTÓBER  2025

Höfuðborgarmót í Nuuk 5. – 9. mars 2026, skráningu lýkur 30. september 2025.

Dagana 5. til 9. mars 2026 verður haldið Höfuðborgarmót Norrænu félaganna í Nuuk. Öllum félagsmönnum í Norræna félaginu er velkomið að taka þátt hvort sem þeir búa í sjálfri höfuðborginni eður ei. Skráning er til 30. september 2025. Þátttökugjald er ISK 20.000 (DKK 2.000). Þátttakendur greiða sjálfir fyrir flug og gistingu.

Opinn fundur Norræna félagsins um þingkosningarnar í Noregi verður 5. sept

Um hvað er kosið í Noregi 8. september nk.?

Á fundi Norræna félagsins föstudaginn 5. september kl. 16:30 munu Bogi Ágústson fréttamaður, Herdís Sigurgrímsdóttir stjórnmálafræðingur  og Stefán Skjaldarson fv. sendiherra Íslands í Noregi fjalla um kosningarnar og hvaða valkostum og möguleikum kjósendur í Noregi standa frami fyrir.

Aðalfundur deildar Norræna félagsins á Ísafirði

Aðalfundur deildar Norræna félagsins á Ísafirði verður haldinn miðvikudaginn 10. september nk. í veitingastaðnum Dokkunni, Sindragötu 17, Ísafirði og hefst hann kl. 17:00.

Helsta verkefni fundarins er að afgreiða tillögu um sameingu deildar félagsins við deild Norræna félagsins í Vestur-Barðastrandarsýslu (Vesturbyggð) undir merkjum nýrrar sameinaðar félagsdeildar Norræna félagsins á Vestfjörðum.

Aðalfundur Norræna félagsins á Akureyri í Hofi 22. júní 2025 kl 16.00

Aðalfundur Norræna félagsins á Akureyri verður haldinn sunnudaginn 22. júní næstkomandi, í menningarhúsinu Hofi, Mói bistro. Aðalfundurinn hefst kl. 16:00
Helsta verkefni fundarins er að afgreiða tillögu um sameingu félagsins við aðrar félagsdeildir Norræna félagsins á Norðurlandi (á Siglufirði og Ólafsfirði) undir merkjum Norræna félagsins á Norðurlandi.

Málstofa

Málstofa

Hvað getum við gert til að skapa áhuga hjá ungu fólki á Norðurlöndunum og hvernig hjálpum við þeim að nálgast áhugavert efni þar um. Norræn málstofa um tungumál, tengsl og tækifæri í skólastarfi verður á vegum Norræna félagsins og Norden i skolan í Norræna húsinu, miðvikudaginn 21. maí kl 14.00. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.