HÖFUÐBORGARMÓT Í NUUK 5. - 9. MARS 2026 / SKRÁNING TIL 30. SEPTEMBER 2025

HÖFUÐBORGARMÓT Í NUUK 5. - 9. MARS 2026 / SKRÁNING TIL 30. SEPTEMBER 2025

Höfuðborgarmót í Nuuk 5. – 9. mars 2026, skráningu lýkur 30. september 2025.

Dagana 5. til 9. mars 2026 verður haldið Höfuðborgarmót Norrænu félaganna í Nuuk. Öllum félagsmönnum í Norræna félaginu er velkomið að taka þátt hvort sem þeir búa í sjálfri höfuðborginni eður ei. Skráning er til 30. september 2025. Þátttökugjald er ISK 20.000 (DKK 2.000). Þátttakendur greiða sjálfir fyrir flug og gistingu.

Opinn fundur Norræna félagsins um þingkosningarnar í Noregi verður 5. sept

Um hvað er kosið í Noregi 8. september nk.?

Á fundi Norræna félagsins föstudaginn 5. september kl. 16:30 munu Bogi Ágústson fréttamaður, Herdís Sigurgrímsdóttir stjórnmálafræðingur  og Stefán Skjaldarson fv. sendiherra Íslands í Noregi fjalla um kosningarnar og hvaða valkostum og möguleikum kjósendur í Noregi standa frami fyrir.

Aðalfundur deildar Norræna félagsins á Ísafirði

Aðalfundur deildar Norræna félagsins á Ísafirði verður haldinn miðvikudaginn 10. september nk. í veitingastaðnum Dokkunni, Sindragötu 17, Ísafirði og hefst hann kl. 17:00.

Helsta verkefni fundarins er að afgreiða tillögu um sameingu deildar félagsins við deild Norræna félagsins í Vestur-Barðastrandarsýslu (Vesturbyggð) undir merkjum nýrrar sameinaðar félagsdeildar Norræna félagsins á Vestfjörðum.

Aðalfundur Norræna félagsins á Akureyri í Hofi 22. júní 2025 kl 16.00

Aðalfundur Norræna félagsins á Akureyri verður haldinn sunnudaginn 22. júní næstkomandi, í menningarhúsinu Hofi, Mói bistro. Aðalfundurinn hefst kl. 16:00
Helsta verkefni fundarins er að afgreiða tillögu um sameingu félagsins við aðrar félagsdeildir Norræna félagsins á Norðurlandi (á Siglufirði og Ólafsfirði) undir merkjum Norræna félagsins á Norðurlandi.

Málstofa

Málstofa

Hvað getum við gert til að skapa áhuga hjá ungu fólki á Norðurlöndunum og hvernig hjálpum við þeim að nálgast áhugavert efni þar um. Norræn málstofa um tungumál, tengsl og tækifæri í skólastarfi verður á vegum Norræna félagsins og Norden i skolan í Norræna húsinu, miðvikudaginn 21. maí kl 14.00. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.

Ársfundir deilda Norræna félagsins - Reykjanesbær - Borgarnes - Höfuðborgardeildar

Ársfundir deilda Norræna félagsins - Reykjanesbær - Borgarnes - Höfuðborgardeildar

Deildir Norræna félagsins í Reykjanesbæ, Borgarnesi og á Höfuðborgarsvæðinu eru með ársfundi sína á næstunni. Í Reykjanesbæ er hann 13. maí, Borgarnesi 22. maí og á Höfuðborgarsvæðinu 27. maí. Helsta verkefni fundanna í Reykjarnesbæ og Borgarnesi er að afgreiða tillögu um sameiningu deildarinnar við aðrar félagsdeildir Norræna félagsins á sama svæði til að styrkja starfssemi deildanna. Aðalfundur Norræna félagsins á Höfuðborgarsvæðinu er hefðbundinn aðalfundur með hefðbundinni dagskrá.

FRÁ NORRÆNUM MIÐÖLDUM

FRÁ NORRÆNUM MIÐÖLDUM

Stiftelsen Barbro og Sune Örtendahls fond í Svíþjóð stendur fyrir málstofu um norræn miðaldaefni í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og Kakalaskála í Skagafirði. Málstofan í Þjóðminjasafninu verður laugardaginn 5. apríl kl 13.00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og í Kakalaskála í Skagfirði sunnudaginn 6. apríl kl 13.00. Við hvetjum félagsmenn Norræna félagsins til að mæta.

Hvernig er hægt að viðhalda félagsstarfi í dreifðum byggðum

Hvernig er hægt að viðhalda félagsstarfi í dreifðum byggðum

Hefurður áhuga á framtíð dreifbýlis og sjálfbærri samfélagsþróun? Þá er viðburður “Hela Sverige skal leva” eitthvað sem ekki er hægt að láta fram hjá sér fara. HSSL mun kynna starfsemi sína og miðla reynslu sinni í byggðamálum og samfélagsþróun. Samtökin vinna að því að viðhalda búsetu um allt Svíþjóð, einnig í afskekktustu svæðum landsins, með áherslu á fjarvinnu, sjálfbærni og menningarstarfsemi.

Grænlendingar á krossgötum – Opinn fundur Norræna félagsins

Höfuðborgardeild Norræna félagsins býður til opins fundar mánudaginn 10. mars kl. 17:00 á skrifstofu Norræna félagsins við Óðinstorg í Reykjavík. Þar verður fjallað um stöðu mála í Grænlandi í aðdraganda þingkosninga sem fram fara á Grænlandi þann 11. mars.

Undanfarin ár hefur lítið farið fyrir umræðu um Grænland hér á landi, en það breyttist þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir áhuga á að kaupa Grænland vegna hernaðarlegrar og efnahagslegrar þýðingar landsins. Á sama tíma hefur sjálfsvitund grænlensku þjóðarinnar eflst og með henni vaxið vonir um algjört sjálfstæði frá Danmörku.

Kosningarnar 11. mars eru taldar sérstaklega áhugaverðar í þessu ljósi. Allir stjórnmálaflokkar á Grænlandi segjast stefna að sjálfstæði, en ágreiningur snýst um hversu hratt skuli stefna í átt að því marki og hvernig tryggja megi efnahagslega sjálfbærni landsins, sem enn nýtur mikils fjárhagslegs stuðnings frá Danmörku.

Á fundinum munu Bogi Ágústsson fréttamaður og Geir Oddson, fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Nuuk, ræða pólitíska stöðu Grænlands, lykilviðfangsefni kosningabaráttunnar og hvaða valkostir blasa við Grænlendingum í framtíðinni.

Undanfarin ár hafa komið upp nokkur erfið mál í samskiptum Grænlands og Danmerkur sem kastað hafa skugga á samskipti innan danska ríkjasambandsins. Á sama tíma eflist sjálfsvitund grænlensku þjóðarinnar og með henni von um algjört sjálfstæði frá Danmörku. Allir stjórnmálaflokkar segjast stefna að sjálfstæði Grænlands.

Það er í þessu ljósi sem kosningar til grænlenska þingsins, Inatsisartu, þann 11. mars nk. eru sérstaklega áhugaverðar. Íbúar Grænlands, sem eru um 56 þúsund, geta valið á milli frambjóðenda frá 7 framboðum, og venjulega ná fjórir flokkar sæti á þingi. Sögulega hafa tveir flokkar á vinstri væng stjórnmálanna ráðið málum á þingi landsins; flokkur núverandi formanns landsstjórnarinnar Muté B. Egede sem nefnist Inuit Ataqatigiit og krataflokkurinn Siumut. Spurning um aukið sjálfstæði frá Danmörku og framtíðartengsl við Bandaríkin er helsta átakamálið í kosningabaráttunni. Deilumálið er hversu hratt á að ganga fram á sjálfstæðisbrautinni og hvernig á að tryggja efnahag landsins sem í dag hvílir á stuðning frá danska ríkinu.

Málefni fundarins:

  • Helstu breytingar frá því að síðast var kosið til þings í Grænlandi

  • Hvaða stjórnmálaöfl/einstaklingar eru að takast á í kosningabaráttunni og hver er afstaða þeirra til sambandsins til Danmerkur og tengsla við Bandaríkin. Önnur átakamál s.s. sjávarútvegur, jarðefni, velferðarmál.

  • Helstu einkenni grænlensk samfélags og samanburður við Ísland og Færeyjar.

  • Breytingar á sjálfsvitund Grænlendinga og afstöðunni til Danmerkur og ríkissambandsins undanfarin ár

  • Efnahagslegar forsendur fyrir sjálfstæði

  • Hvernig koma framangreind atriði fram í þingkosningunum

  • Spurningar og umræður 

    Áætlað er að fundinum ljúki kl 18.00
    Öll velkomin meðan húsrúm leyfir