HÖFUÐBORGARMÓT Í NUUK 5. - 9. MARS 2026 / SKRÁNING TIL 30. SEPTEMBER 2025

Dagana 5. til 9. mars 2026 verður haldið Höfuðborgarmót Norrænu félaganna í Nuuk. Öllum félagsmönnum í Norræna félaginu er velkomið að taka þátt hvort sem þeir búa í sjálfri höfuðborginni eður ei. Þátttakendur standa sjálfir straum af ferðakostnaði og þátttökugjaldinu sem að þessu sinni eru 20.000 krónur (1000 DKK).

Innifalið í þátttökugjaldinu eru m.a. ráðstefnugögn, veitingar í kaffihléum, þriggja tíma bátsferð ásamt hádegisverði, rútuferð um Nuuk og hátíðarkvöldverður.

Beint flug er milli Keflavíkur og Nuuk fimmtudaginn 5. mars kl. 09.45 og heim aftur sunnudaginn 8. mars kl. 11.05 að staðartíma. Verð flugmiða er anski fljótt að breytast og því er áhugasömum bent á að kaupa flugmiða sem fyrst.

Höfuðborgardeild hefur tekið frá 10 herbergi á Hótel Hans Egede í þrjár nætur 5. – 8. mars. Verð á nóttu fyrir einsmannsherbergi er 28.400 krónur (1475 DKK) og fyrir tveggjamannherbergi 40.310 (2095 DKK) miðað við gengi dagsins í dag.  Í Nuuk eru í boði fleiri hótel ásamt ódýrari AirBnB gistingu sem þátttakendur geta bókað sjálfir.

Frestur til að skrá þátttöku á Höfuðborgarmótið í NUUK er til 30. september 2025. Senda skal skráningu á netfangið norden@norden.is og merkja NUUK2026. Við skráningu greiðist þátttökugjaldið að fjárhæð kr 20.000. Gjaldið greiðist inn á reikning Höfuðborgardeildar, k.t. 601191-1489, reikningsnúmer 0334-26-012370. Vinsamlegast skráið ykkur með nafni og kennitölu og látið vita hvort þið vilja nýta ykkur hótelpöntun Höfuðborgardeildar og hvort þið viljið eins- eða tveggjamannaherbergi.

Höfuðborgardeild mun annast greiðslu á fráteknum hótelherbergjum en þau þarf ekki að greiða fyrr en mánuði fyrir brottför. Haft verður samband við þá sem hafa skráð sig og pantað herbergi um miðjan janúar 2026 til að ganga frá greiðslu fyrir gistingu.