Opinn fundur Norræna félagsins um þingkosningarnar í Noregi verður 5. sept

Um hvað er kosið í Noregi 8. september nk.?

Hver er líklegur til að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar?

Er aðild að Evrópusambandinu á dagskrá?

Mun „Stoltenberg-effekten“ ráða úrslitum um hvaða flokkur myndar ríkisstjórn?

Af hverju eru minnihluta stjórnir svo algengar í Noregi?

Geta úrslit kosninganna haft einhver áhrif á samskipti og samstarf Íslands og Noregs?

 

Á fundi Norræna félagsins föstudaginn 5. september kl. 16:30 verður leitast við að svara framangreindum spurningum og öðrum sem fram koma á fundinum. Bogi Ágústson fréttamaður, Herdís Sigurgrímsdóttir stjórnmálafræðingur  og Stefán Skjaldarson fv. sendiherra Íslands í Noregi mæta á fundinn til að fjalla um kosningarnar og hvaða valkostum og möguleikum kjósendur í Noregi standa frami fyrir.

 

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Norræna félagsins við Óðinstorg í Reykjavík (jarðhæð sunnan við torgið). Ekki þarf að greiða aðgangseyri og boðið verður upp á kaffi.

 

Annan mánudag í september á fjögurra ára fresti er boðið til kosninga til Stórþingsins í Noregi til að velja 169 þingfulltrúa. Níu flokkar eru taldir eiga möguleika á að ná fulltrúa á þingið. Að vanda er stóra spurning hvort Verkamannaflokkurinn eða Hægri ná að mynda stjórn eftir kosningarnar. En hinn hægrisinnað Framfaraflokkur virðist hafa fengið vind í seglinn og það getur ráðið bagga muninn.