Aðalfundur deildar Norræna félagsins á Ísafirði

Aðalfundur deildar Norræna félagsins á Ísafirði verður haldinn miðvikudaginn 10. september nk. í veitingastaðnum Dokkunni, Sindragötu 17, Ísafirði og hefst hann kl. 17:00.

Helsta verkefni fundarins er að afgreiða tillögu um sameingu deildar félagsins við deild Norræna félagsins í Vestur-Barðastrandarsýslu (Vesturbyggð) undir merkjum nýrrar sameinaðar félagsdeildar Norræna félagsins á Vestfjörðum.

 

Í samræmi við ákvæði laga sem gilda fyrir deildir Norræna félagsins er því boðað til aðalfundarins með svofelldri dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsdeildarinnar.
3. Svohljóðandi tillaga um sameiningu félagsdeildar Norræna félagsins á Ísafirði við félagsdeild Norræna félagsins í Vestur-Barðastrandarsýslu verði borin upp:  
" Aðalfundur deildar Norræna félagsins á Ísafiðri samþykkir að taka þátt í fyrirhugaðri sameiningu félagsdeilda Norræna félagsins á Vestfjörðum og leggja félagatal og eignir félagsdeildarinnar til hinnar nýju, sameinuðu félagsdeildar."
4. Tillaga um frestun kosninga til embætta félagsins og boðun aukaaðalfundar:
"Aðalfundur samþykkir að boða til aukaaðalfundar síðar á árinu þar sem tekin verði endanleg afstaða til sameiningar félagsdeildarinnar við félagsdeild Norræna félagsin á Vestfjörðum og felur formanni Norræna félagsins að undirbúa tillögur að nýrri stjórn og nýju nafni hins sameinaða félags, í samráði við stjórn beggja félagsdeilda.  Kjöri formanns, stjórnar og skoðunarmanna félagsdeildarinnar er vísað til komandi aukaaðalfundar, eða hinnar nýju sameinuðu félagsdeildar."
5. Önnur mál.