Sænsk-íslenskt viðburðarár 2024–2025 

Norræna félagið ásamt Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum og Sænska sendiráðinu stendur fyrir Sænsk-íslensku viðburðarári 2024–2025.

Árið stendur yfir frá júní 2024 fram til júlí 2025. Tilgangur ársins er að vekja athygli á Svíþjóð og öllu því sem sænskt er á Íslandi, svo sem menningu, viðskiptum, pólitík, félagsstarfi, handverki, tisku og venjulegu lífi.

Tilefnið er að 30 ár eru liðin frá stofnun Sænsk-íslenska samstafssjóðsins en hann var gjöf sænsku ríkisstjórnarinnar og þingsins til lýðveldisins Íslands árið 1994 í tilefni 50 ára afmæli þess.

Dagskrá ársins mun birtast inni á þessaru síðu.

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn

Hægt er að sækja um ferðastyrki til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum samstarfsverkefnum hjá Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum. Umsóknarfrestur er 29. febrúar 2024.

Viltu sækja um?

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Viðburðarár

Dagskráin viðburðarársins er opin öllum viðburðum sem geta stuðlað að aukinni þekkingu á Svíþjóð og því sem sænskt er á Íslandi, vakið athgyli á sænskri menningu á Íslandi og/eða aukið tvíhliða samskipti milli landanna á öllum stigum.

Dæmi/hugmyndir að viðburðum: sænskir þemadagar, ráðstefnur, listasýningar, fyrirlestrar, fundir og hittingar, upplestrarviðburðir, kvikmyndasýningar, íþróttavbiðburðir o.s.frv. Það er ekkert rétt eða rangt, svo fremi sem þemað er sænskt!

Viltu vera með?

→ Hafðu samband til að skrá þinn viðburð: asdis@norden.is

Áhugasamir geta haft samband á norden@norden.is eða asdis@norden.is til að skrá sinn viðburð.