Boðað er til framhaldsaðalfundar í Norræna félaginu í Vogum, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ laugardaginn 20. september kl. 11:00 í sal Rauða krossins á Suðurnesjum að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ.
Dagskrá
1. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
2. Tillaga um sameiningu Norræna félagsins í Vogum, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ.
3. Tillaga um lög og nafn hins sameinaða félags.
4. Kjör formanns.
5. Kjör stjórnar, varamanna og félagslegs skoðunarmanns.
6. Áskoranir og tækifæri Norrænu félaganna á Íslandi. Hrannar B. Arnarsson formaður Norræna félagsins á Íslandi.
7. Almennar umræður.
8. Önnur mál.
Boðið er upp á norræna súpu og kaffi.
Sjáumst sem flest!