Framhaldsaðalfundur deilda Norræna félagsins á Ísafirði og Patreksfirði

Boðað er til framhaldsaðalfundar í Norræna félaginu á Ísafirði og Patreksfirði laugardaginn 18. október nk. kl. 13:15 í Safnahúsinu á Ísafirði, við Eyrartún.

Dagskrá
1. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
2. Tillaga um sameiningu Norræna félagsins á Ísafirði og Norrænafélagsins á Patreksfirði.
3. Tillaga um lög og nafn hins sameinaða félags.
4. Kjör formanns.
5. Kjör stjórnar, varamanna og félagslegs skoðunarmanns.
6. Áskoranir og tækifæri Norrænu félaganna á Íslandi. Hrannar B. Arnarsson formaður Norræna félagsins á Íslandi.
7. Almennar umræður.
8. Önnur mál.

Boðið er uppá kaffiveitingar.

Sjáumst sem flest og tökum þátt í starfi hins sameinaða Norræna félags Vestfjarða frá fyrsta degi. Hægt er að skrá sig í Norræna félagið hér:

https://www.norden.is/skraning