Þann 20. september samþykkti aðalfundur Norrænu félaganna í Vogum, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ að sameina félögin frá og með þeim degi í eitt félag. Félagið heitir Norræna félagið á Suðurnesjum.
Lög voru einnig samþykkt fyrir félagið og stjórn kosin ásamt skoðunarmönnum.
Tilgangur félagsins er að efla norrænt samstarf á öllum sviðum samfélagsins, efla frið og skilning Norðurlandaþjóðanna þeirra á milli og annarra þjóða út á við.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að stuðla að samskiptum milli einstaklinga, félagsdeilda og byggðarlaga og við systurfélög sín á Norðurlöndum innan vébanda Sambands Norrænu félaganna í samstarfi við Norræna félagið á Íslandi.
Hugur var í fundarmönnum og spenningur fyrir að takast á við áskoranir og tækifæri Norrænu félaganna líkt og formaður Norræna félagsins á Íslandi, Hrannar B. Anrarsson ræddi á fundinum.
Stjórn Norræna félagsins á Suðurnesjum skipa Oddný G. Harðardóttir formaður, Jónína Holm, Eydís Hentze Pétursdóttir, Ivan Frandsen, Johan D. Jonsson og Margrét Ásgeirsdóttir.
Varamenn í stjórn eru Þorvaldur Örn Árnason og Ragnheiður Gunnarsdóttir.
Skoðunarmenn reikninga félagsins eru Guðrún Stefánsdóttir og Halla Þórhallsdóttir.
Íbúar Suðurnesja eru hvattir til að skrá sig í félagið og taka þá í uppbyggingu og verkefnavali sem leggur grunn að farsælu starfi Norræna félagsins á Suðurnesjum.
Með því að smella á þennan þráð er hægt að skrá sig í félagið: https://www.norden.is/skraning