Lýðháskólastyrkur

 Á hverju ári veitir Norræna félagið styrki til íslenskra ungmenna vegna náms í norrænum lýðháskólum. Styrkurinn er háður fjárveitingu frá Nordplus.

Skilyrði til styrkveitingar:

  • skráning í ungmennadeild Norræna félagsins (UNF)

  • fylla út umsóknareyðublað

  • námstími skal vera að lágmarki 12 vikur

  • skila inn lokaskýrslu að náminu loknu

  • skila inn diplóma/staðfestingu á námsdvöl frá skólanum

Hægt er að skrá sig í ungmennadeild Norræna félagsins hér. Ungmenni innan þrítugs greiða ekkert.

Umsókn

Umsóknarfrestur fyrir haustönn eða heilt skólaár: 15. september

Umsóknarfrestur fyrir vorönn: 15. janúar

ATH 2024: Umsóknarfrestur framlengdur til 15. febrúar 2024 (bæði fyrir haust- og vorönn)

Umsóknareyðublað

Skýrsla

Síðasti skiladagur skýrslu og diplóma/staðfestingar á skólavist á skólaárinu 15. ágúst

Lokaskýrsla

Upphæð

Upphæð styrksins er háð fjárveitingu frá Nordplus. Öll sem uppfylla skilyrðin og skila ofangreindum gögnum fá styrk og upphæðin deilist jafnt á milli umsækjenda. Síðustu ár hefur styrktarupphæð verið 40.000 – 60.000 ISK á önn.

Styrkurinn er greiddur út einu sinni á ári, fyrir liðið skólaár, í ágúst/september.

Tengiliður: Hannes (hannes@norden.is, s. 680 7477)