Enn hægt að svara spurningaksrá um norrænt samstarf

Við minnum á spurningaskrá Norræna félagsins sem unnin var í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins 2022. Tilgangur spurningaskrárinnar er að safna upplýsingum um viðhorf almennings til Norðurlandanna og norræns samstarfs.

Enn er hægt að svara spurningaskránni með því að smella hér.

Við hvetjum alla sem hafa reynslu af norrænu samstarfi eða skoðun á norrænum málefnum til að taka þátt og svara spurningaskránni.