Norræn bókmenntavika 2021

Í ár býður Norræn bókmenntavika börnum og fullorðnum á upplestrarviðburði þar sem þemað er draumar og þrár. Aukin fjarlægð og lokuð landamæri hafa verið einkennandi undanfarið. Það sem getur sameinað fólk yfir landamæri er einmitt draumar og þrár.Það sem okkur dreymir um og það sem við þráum getur verið óendanlega ólíkt, en tilfinningarnar eru þær sömu.