Norræna félagið á Höfuðborgarsvæðinu (Höfðborgardeild Norræna félagsins) boðar til aðalfundar 27. maí 2025, kl. 16.30.
Staðsetninga fundarins er við norræna vinalundinn Kópavogsmegin í Fossvogsdal við
Álfatún og er á móts við Fossvogsskóla. Í framhaldi af aðalfundinum munum við sinna árlegu viðhaldi vinalundarins en hann var settur á fót í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins árið 2022.
Dagskrá. Hefðbundin aðalfundarstörf.
Eftir að formlegum fundi er lokið er bígert að snyrta og laga í lundinum.
Allt félagsfólk NF á Höfuðborgarsvæðinu er velkomið til fundarins og hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðu Norræna félagsins www.norden.is
Aðalfundur Norræna félagsins í Reykjanesbæ verður haldinn 13. maí
Aðalfundur Norræna félagsins í Reykjanesbæ verður haldinn þriðjudaginn 13. maí næstkomandi, í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju, við Njarðvíkurbraut, Innri-Njarðvík. Aðalfundurinn hefst kl. 17:00
Helsta verkefni fundarins er að afgreiða tillögu um sameingu félagsins við aðrar félagsdeildir Norræna félagsins á Suðurnesjum (í Vogum og Suðurnesjabæ) undir merkjum Norræna félagsins á Suðurnesjum.sjá nánar hér
Allt félagsfólk NF í Reykjanesbæ er velkomið til fundarins og hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðu Norræna félagsins www.norden.is
Aðalfundur Norræna félagsins í Borgarnesi verður haldinn 22. maí næstkomandi að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. Aðalfundurinn hefst kl.19.30
Helsta verkefni fundarins er að afgreiða tillögu um sameingu félagsins við aðrar félagsdeildir Norræna félagsins á Vesturlandi (í Stykkishólmi og á Akranesi) undir merkjum Norræna félagsins á Vesturlandi.
sjá nánar hér
Allt félagsfólk NF í Borgarnesi er velkomið til fundarins og hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðu Norræna félagsins www.norden.is
Aðalfundur Norræna félagsins á Höfuðborgarsvæðinu verður haldinn 27. maí næstkomandi . Nánari upplýsingar koma síðar.