Matthildur Sigurjónsdóttir
Matthildur Sigurjónsdóttir var um tvítugt þegar hún fór sem Nordjobbari til Svíþjóðar, þrjú ár í röð, á árunum 2000-2002. Hún segir að þetta hafa verið góða reynslu og að það hafi verið skemmtilegt að komast aðeins í burtu frá Íslandi. Hún mælir hiklaust með því að ungt fólk drífi sig af stað með Nordjobb.
Mannstu hvar þú heyrðir af Nordjobb?
Það voru bara einhverjar svona auglýsingar uppi um þetta, maður bara vissi af þessu. Þetta voru auglýsingar á einhverjum plaggötum en þá var ekki svona mikið á Facebook. Þetta hefur hangið uppi einhver staðar, mér finnst eins og ég hafi bara vitað afþetta lengi.
Í hverju fólst starfið þitt?
Ég var að vinna í garðyrkju og við vorum bara saman á bíl að keyra um, stundum að reita arfa og stundum að tæma ruslatunnur og sópa torg, þetta var bara rosalega gaman. Við vorum í einu ríkasta sveitarfélagi Svíþjóðar, Danderyd heitir það, þar var rosalega gaman að keyra um. Við vorum ráðin af fyrirtæki sem var að vinna fyrir sveitarfélögin.
Hvernig var frítímadagskrá Nordjobb í Svíþjóð á þessum tíma, tókstu þátt í henni?
Ég tók þátt í frítímaprógramminu alveg á fullu, það voru hittingar og svo voru svona íslensk-kvöld og finnsk-kvöld, svo var farið í einhver svona smá ferðalög og gist þar. Við fórum til Gottlands og Álandseyja og gistum í einhverjum skólum. Við fórum einhvern tímann í svona stærri sumarbústaði fyrir utan Stokkhólm og gistum þar. Svo gerðum við ýmislegt annað saman líka.
Hvað var það besta við Nordjobbdvölina þína?
Það besta við þessa reynslu var náttúrlega að hitta þetta fólk og hafa gaman. Svo var þetta líka bara svolítið svona að maður komst að heima, það var heldur ekkert auðvelt þá að komast að heiman, þó að það sé alltaf verið að tala um það nú í dag. Ég er ennþá með þrjár af þessum sem ég kynntist úti, á Facebook. Það eru tvær þarna sem ég sendi alveg línu á ef ég sé að það er eitthvað nýtt að ske hjá þeim og maður fær línu líka eins og til dæmis „Er þetta eldgos nálægt?“ eða eitthvað álíka. Þó ég hafi ekkert hitt þær eftir dvölina þá hefur maður náð að halda sambandi einhvern veginn með sms-um, fyrst áður en Facebook kom og svo núna með Facebook, annars ætti maður ekki í þessum samskiptum.
Kemur einhver minnig upp í hugann sem þú vilt segja frá?
Þegar að ég kom út í fyrst skiptið er minnisstæðast. Fluginu seinkaði og ég var að eiginlega að lenda þarna um nóttina. Ég bankaði upp á, á svona norræni skrifstofu í Stokkhólmi einhvers staðar. Ég vissi ekkert hvar ég var. Það voru náttúrlega ekki mikið af símum og símanúmerum, svo kom þarna einhver starfsmaður og fylgdi mér eitthvert og svo átti ég að vera mætt í vinnu daginn eftir klukkan hálf sjö. Ég var bara með kort og ég varð að finna neðanjarðarlestarstöðina og ég hafði aldrei tekið neðanjarðarlest ein. Ég fór niður með rúllustiganum og hugsaði „hvernig virkar þetta?“ og þurfti að fara aftur upp og bara „hvað er ég eiginlega að gera?“. Hann var svo góður í afgreiðslunni að kenna mér á þetta og eftir það kunni ég þetta bara eiginlega. Ég þurfti að taka neðanjarðarlest og svo þurfti maður að skipta og taka strætóinn og svo endaði maður einhvern veginn á réttum stað, ég mætti að vísu aðeins of seint þarna. Svo mætti maður þarna fyrsta daginn í vinnuna, búin að vinna í garðyrkju á Íslandi í mörg ár áður. Það fyrsta sem Svíarnir gerðu, það var að fara með mann og kaupa á mann, appelsínugulan galla og hanska og bara allt.
Ég kom náttúrlega úr garðyrkjunni á Íslandi og fannst þetta veður í Svíþjóð alveg geggjað og á sama tíma fannst Finnunum þetta ömurlegt veður, alveg ömurlegt sumar. Ég þurfti ekki að fara í ullargalla undir pollagallann, ég gat bara verið í stuttbuxum, mér fannst það frábært. En svo kom ég reyndar næsta sumar aftur, þá í enn betra veður og vissi þá hvað þeir voru að tala um.
Hvernig hefur Nordjobb upplifunin haft áhrif á þig?
Ég var reyndar bara voða „lost“ eftir þessi þrjú ár en ég sótt svo um nám og ætlaði að fara til Stokkhólms en ákvað að fara svo í landslagsarkitektúr og flytja upp á Hvanneyri. Ég var sem sagt komin inn í háskólann í Stokkhólmi í mannfræði. Ég vildi sem sagt búa í Stokkhólmi en læra landslagsarkitektúr, svo ég ákvað að fara fyrst á Hvanneyri og svo tók ég masterinn úti. En það sem Nordjobb gaf manni kannski er það að maður dreif sig einn út til Stokkhólms og maður hefur ekkert verið hræddur við það. Ég flutti síðan bara ein upp á Hvanneyri og fór svo ein í master út til Svíþjóðar.
Hefur þessi Nordjobb reynsla fengið þig til þess að upplifa sterkari tengingu við Norðurlöndin?
Ég náttúrlega hafði búið úti áður sem barn og maður átti alltaf einhverjar tengingar. Þetta tengdi mann kannski svolítið lengra, eins og við Finnana. Reyndar fer ég alltaf til Danmerkur núna, í Legoland með 11 ára strákinn minn.
Hvað myndiru vilja segja við einhvern sem er að íhuga það að sækja um?
Auðvitað bara drífa sig af stað. Þetta er góð reynsla og skemmtilegt að komast aðeins í burtu. Þetta er ekki eins stórt og að flytja alveg að heiman, manni er hjálpað með allt. Ég gat bara komið út með kennitöluna mína frá því ég var lítil og bjó úti með foreldrum mínum. Það sem er svolítið fyndið er að Svíarnir senda mér ennþá yfirlit um lífeyrissjóð, á hverju einasta ári, í pappírsumslagi, sem kemur til mömmu og pabba, því það er heimilisfangið sem þau eru með skráð.
Viðtalið fór fram árið 2025 í Reykjavík
Fleiri frásagnir af íslenskum Nordjobburum eru væntanlegar á næstu mánuðum
